Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 132
128
B U F 11 Æ Ð I N G U R I N N
sem jarðvegur er þéttur, verkar völtunin lítið til sléttunar. Og
stærsti gallinn er, að þýfið vill lcoma ujjp aftur, þó það sé
valtað niður. Við tilraunir á Hvanneyri hefir tekizt að slétta
engi nokkuð á þennan hátt, með því að endurtaka völtunina
og framkvæma hana fleiri ár í röð. Til þess hefir verið not-
aður valti, er vegur 3,5 smálestir fullþyngdur eða um 1,8 smá-
lestir á hvern metra. Valtinn er 1,9 metra langur og 1.1 metri
i þvermál og er holur innan, og eru slíkir valtar tæplega færan-
legir milli vinnustaða, nema á sérstökum dráttarvögnum.
2) Rótlierfun eða tæting kemur einnig til greina. Má nota
til þess diskherfi og rótherfi, ef um dráttarvélavinnslu er að
ræða, séu hestar notaðir má nota 8 eða 10 diskaherfi og rót-
herfi Lúðvíks. Eftir að jarðvinnslan hefir farið fram er landið
valtað. Þessi aðí'erð hefir verið notuð á nokkrum stöðum víðs-
vegar uin landið. Sumstaðar hefir landið gróið mjög fljótt,
jafnvel að það hefir verið slægt á öðru ári, en annars staðar
hefir eftirtekjutapið varað 2 eða fleiri ár. Þessari aðferð verð-
ur betur við komið á lág'þýfðu en þéttþýfðu landi, en þar er
hún eina aðferðin, sem hægt er að nota.
3) Þúfnaplæging. Þar sem land er mjög gisþýft eða ein-
stakar þúfur eru dreifðar á sléttu landi, er auðveldasta slétt-
unaraðferðin að rista þúfurnar af. Þetta er hægt að gera með
venjulegum plóg með því að plægja í gegnum þúfurnar iniðjar,
ef þær eru litlar um sig, og eru þær þá ristar af í tveimur
umferðum, en ef um stærri þúfur er að ræða verða umferð-
irnar fleiri.
Bezta áhald til þúfnaplægingar er þúfnaplógur sá, er
S. í. S. hefir útvegað og allmikið hefir verið notaður í Vestur-
Skaftafells- og Rangárvallasýslum. Undirskurð þýfisins
framkvæma tveir láréttir hnífar, er mætast í odd að framan,
en ligg'ja á ská aftur til hliðanna, og er bilið milli þeirra að aft-
an 1,28 m. Hver hnífur er 1,20 m á lengd. Upp af oddi láréttu
hnífanna er lóðréttur hnífur, er sker gegnum þúfurnar uin
leið og láréttu hnífarnir rista undir. Milli afturenda láréttu
hnífanna gengur lítill hnífur niður, lóðrétt í grunnflöt þýfis-
ins, og gerir það gang plógsins stöðugri. Með plógi þessum er
vel hægt að rista af þýfi, sem er 1 meiri í þvermál og 0,50
metra hátt. Fyrir plóginn þarl' 3—4 hesta eða dráttarvél.
Hægt er að slétta á 10 stunduin allt að 1 ha.