Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 138
132
BÚFRÆÐINGURINN
liáttum bænda. Á slíkuin ferðum gafst færi á að drepa á
margt, er að gagni mátti koma, og þá voru oft tengdir þræðir
milli skólans og hinnar starfandi bændastéttar, er hann var
stofnaður fyrir. Að þessu sama miðaði Hólamannafélagið,
búnaðarnámsskeið og margt fleira, er Sigurður hreyfði við.
Óhætt mun að fullyrða, að Sigurður undi vel hag sínuin á
Hólum um langt skeið, enda mun það sönnu næst, að ekkert
heimili hafi hann átt um dagana, er liann hafi unnað meir
en Hólum. Þangað kom hann ineðan eldmóður æskunnar
brann heitast, þar var honum trúað fyrir miklu verkefni af
leiðtoga sínum og vildarvini, þar liafði hann reist sér minnis-
varða, sem geymast mun um aldir, og þar gat hann starfað
og stjórnað án þess að bollaleggingar eða íhlutun annara
herti að honum um of. En það voru þau öfl, sem liann kaus
scr alltaf fjarri. Þó hvarf hann frá Hólum eftir að liafa eytt
þar átján árum af þroskaaldri æfinnar. HVað olli þeirri brott-
för? Enginn, sem þekkti Sigurð, mun efast um svarið. Hann
vissi að Búnaðarfélag íslands mundi svala betur umbótaþrá
sinni en Hólar gátu gert.
Hér verða ekki rakin hin mörgu og miklu afrek, er hann
vann í þágu landbúnaðarins, meðan hann var forseti Bún-
aðarfélagsins og síðar búnaðarmálastjóri, enda eru mörg
þeirra þjóðkunn fyrir löngu. Hitt er mála sannast, að mörg-
um reyndist það ofraun að fylgjast með sóknarhug Sigurðar
þessi ár. Heyrðust þá stundum háværar óánægjuraddir um
störf hans, alkunn viðkvæði um afburðamenn, sem fá að-
stöðu lil að njóta sín við brautryðjendastarf.
En slíkar raddir um Sigurð þögnuðu l'ljótt. Nú er talað
um trjárækt, sandgræðslu, aukna og bætta áburðarnotkun
og margt fl. Það er í slcemmstu máli sagt, rætt um nýja
gróðraröld, sem þrátt fyrir misstigin bernskuspor er sönnun
þess, að hér getur lifað l'jölmenn menningarþjóð, ef hún nær
fullkomnum tökum á ]>ví að yrkja landið. Hver hefir slcapað
slíka gróðraröld? Auðvitað enginn einn maður. Bændur, ráðu-
nautar, stjórnmálamenn o. fl. hafa þar að unnið. En framar
öllu öðru sveimar andi Sigurðar Sigurðssonar yl'ir gróður-
lendum vorum.
Hvað veldur því, munu menn spyrja, að Sigurður reyndist
svo mikill brautryðjandi? Hann var eflaust mjög vel lærður
inaður um búnaðarmál. Hann var vel máli farinn og allmikið