Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 139
BÚFRÆÐINGURINN
133
liggur eftir hann af ritverkum. Hann átti ágæta starfsorku
og öflugt viljaþrek, og hann átli framar öllu öðru trúna,
takmarkalausa og óbifanlega trú á gróandann. Það var þessi
trú, sem alltaf var vonglöð og alls staðar eggjandi, það var
hún, sem sá nýjan himin og nýja jörð, þó að margir aðrir
sæju ekki neitt. Það var hennar vegna, sem Sigurði var það
tamt að benda samferðamönnum sínum á umhverfið, hvar
sem hann fór, og minna á túnin, þessa grænu, fögru gróður-
bletti, sem voru svo smáir, samanborið við óræktað víðlendið
umhverfis. Túnin urðu að vaxa, þau áttu að margfaldast.
Það varð að klæða hlíðarnar skógi og hefta sandfokið, það
var hægt að láta mörg strá vaxa, þar sem eitt eða ekkert
greri áður, og þjóðin átti að muna það, að jörðin greri á
meðan mennirnir sváfu. En hún greri þó miklu betur ef
þeir vöktu og hlúðu að henni.
Það voru þessar og þvílíkar kenningar, sem Sigurður flutti
að kalla mátti alls staðar og æfinlega. Hann gleymdi því
stundum að tala um, hvar ætti að taka fé til þess að vinna
stórvirki. En honum varð að trú sinni.
Hann sá árroða hins nýja dags í ræklunarmáliun íslend-
inga 1923, þegar jarðræktarlögin voru samþykkt, og fyrir
þau fórnaði hann forsetatign sinni og miklu af áhrifavaldi
sínu hjá Búnaðarfélagi íslands. Þessu mun búnaðarsaga
íslendinga ekki gleyma.
Sigurður var fríður sýnum og djarfmannlegur. Hann var
gleðimaður mikill og mátti heita hrókur alls fagnaðar á
yngri árum. Hann var maður geðríkur og örlyndur, berorður
og djarfmæltur, livort sem honum líkaði betur eða verr. Aldrei
mælti hann ámælisorð á bak andstæðingum sínum, en
nokkuð þótli kenna glettni eða kaldhæðni í svörum hans, er
hann átti orðaskipti við þá. Hann var árvaltur mjög og sí-
starfandi, enda kunni hann því eklti vel, ef starfsmenn hans
eða samverkamenn lágu á liði sínu. En ef hann þóttist finna
óvenjulegan dugnað eða atgervi, mat hann það mikils,
og stundum meira en verðugl var. Kunni hann og flestum
betur tök á því að eggja hug og dug ungra manna.
Sagan mun geyma nafn Sigurðar meðal ágætustu manna
þjóðarinnar, en þeir, sem þekktu liann bezt, telja sig eiga hon-
um mest að þakka.
Ilólum í Hjaltadal, 1. dcsembcr 1940.