Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 142
136
BÚFRÆÐINGURINN
Við skulum þá fyrst athuga mykjuna.
Árin 1929—31 var í Tilraunastöðinni á Akureyri gerð
tilraun með haust og vorbreiðslu á mykju, einni sér og mykju
og hlandi, sem safnað hafði verið í einu lagi. Áburðarskammt-
urinn var 22,5 tonn á ha. Uppskeruhlutföllin urðu þannig
að meðaltali í þrjú ár, þegar áburðarlaust er talið gefa
100 einingar:
Mykja og hland saman Mykja ein
Áburðarlaust Haustbreitt Vorbreitt Haustbreitt Vorbreitt
100,00 146,6 128,3 122,3 110,5
Tvö undanfarin ár hefir svo verið gerð tilraun með haust-
vetrar- og vorbreiðslu á mykju, hlandið fráskilið. Áburðar-
magn 30 tonn á ha. Uppskeruhlutföllin hafa orðið þannig,
þegar liðurinn, sem enga mykju fær, er talinn gefa 100.
Ár Engin mykja Haustbrcidd Vetrarbreidd Vorbreidd
1939 ......... 100,0 164,9 133,8 133,8
1940 ......... 100,0 184,0 177,6 167,2
Það sem af er, sýnir þessi tilraun, eins og sú fyrri, að haust-
breiðslan gefur jafnastan og mestan árangur. Veðráttan hefir
mjög miltil áhrif á vorbreiðsluna. 1939 var vorið ákaflega
þurrt og árangurinn af vorbreiðslunni lélegur. Vorið 1940
var miklu úrkomusamara og árangurinn þá snöggtum betri
af vorbreiðslunni.
Gagnið af vetrarbreiðslunni virðist fara mest eftir því, hve
mikið jörðin er frosin þegar borið er á. Árið 1939 var jörðin
alveg frosin og svellað í rót, þegar mykjan er flutt út. 1940
var 5 cm. lag þítt ofan á klakanum, virðist þetta nægja til
þess að vetrarbreiðslan standi ekki langt að haki liaust-
breiðslunni það ár.
Það virðist skipta nokkru máli, að jörð sé þíð, eða að
minnsta kosti efsta lag jarðvegsins sé þítt, þegar borið er á.
Á þetta bendir tilraun, sem gerð hefir verið á Eiðum, með
haust- og vorbreiðslu. Hausttímarnir eru tveir, í september,
jörð þá þíð, og október, jörðin frosin. Til samanburðar er
svo borið á í apríl og maí að vorinu.
Tilraun þessi hefir gefið, að meðaltali í 9 ár, i 100 kg
heyhestum: