Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 144
138
BÚFRÆÐINGURINN
Veðurathugunarstaður April Maí Júní Samtals 3 mán. Árs- úrkoma Meðaltal ára
Fagurhólsmýri .. 119,3 128,9 127,7 375,9 1978 ii
Vík í Mýrdal .. . 132,7 123,0 133,0 388,7 2167 8—11
Eyrarbakki 67,5 61,6 59,5 188,6 1189 11
Taflan sýnir hvílíkur geysimunur er á úrkomunni á Norður-
lands- og Suðurlandsstöðvunum, en auk þess er það áberandi,
livað maímánuður er þurr á norðlenzku stöðvunum. Bjart-
viðri og strekkings hafgolur eru þá þar oft tíðar, en úrkomur
bæði litlar og sjaldgæfar. Eftir þennan útúrdúr getuin við
horfið aftur að tilrauninni með mismunandi dreifingartíma
á hlandi, sem fyrr var frá horfið. Áburðarmagn af hlandi
lieíir verið 10 tonn á ha, og uppskeruhlutföllin hafa orðið
þannig:
Haust- Vetrar-
Ár Ekkert hland breitt breitt Vorbreitt Milli slátta
1939 100,0 153,6 99,1 170,5 151,8
1940 100,0 168,0 151,0 150,0 151,8
LítiII vafi er á þvi, að vordreifing gefur bezlan árangur, ef
veður er hagstætt meðan hlandinu er dreift og fyrst á eftir,
en út af þessu getur oft brugðið, einkum þegar þarf að dreifa
miklu hlandi. Vorið 1939 var veður hagstætt meðan dreif-
ingin fór fram og fyrst á eftir, en vorið 1940 var hlandinu
að vísu dreift í hagstæðu veðri, en næsta dag gerði blástur
og bjartviðri og má sjá þessa merki á árangrinum.
Haustdreifingin getur gefið mjög sæmilegan árangur og
jafnan, sé hlandinu dreift á þíða jörð. Þá er venjulega auð-
velt að fá hagstætt veður til dreifingarinnar, sólfar orðið
lítið, veður tekið að kólna og oft hæfileg úrkoma.
Vetrardreifingin getur verið varhugaverð. Veturinn 1939
er jörð alfreðin og svelluð í rót, þegar hlandinu er dreift, og
hefir hlandið þá engan árangur gefið. Sennilega rokið og
skolazt burtu, áður en nokkuð gat sigið niður. 1940 er 5 cm.
lag þítt ofan á klakanum, þegar hlandinu er dreift, og virð-
ist það nægilegt til þess, að hlandið varðveitist sæmilega.
Dreifingin milli slátta gefur dágóða raun, en þó er varla
hægt að vænta þess, að jurtanæringin í hlandinu fullnotist
samsumars, þegar svo seint er borið á. Suint geymist ef til