Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 148
142
BUFRÆÐINGURINN
nauðsynlegt en efnasambönd þau, er Iiinir 5 aðalflokkárnir
hafa að geyma. Vatnið er all verulegur hluti í flestum vefj-
um og öllum vökvum í likama þeirra. Vatnið er nauðsynlegt
fyrir efnaskipti líkamans. Þá leysir það upp og flytur melt
næringarefni í gegnum meltingarfærin og um líkamann. Það
heldur líkamshitanum í jafnvægi, með útgufun frá liúð og
lungum. Og enn má nefna, að það flytur ýms úrgangsefni
hurt úr líkamanum með þvagi og svita. Daglega skiptir
því líkaminn um nokkurn hluta þess vatns, sem í honum er.
Köfnunarefnissamböndin hafa öll í efnasamböndum sínum
kolefni, súrefni, köfnunarefni og vatnsefni.
Auk þessara fjögurra frumefna innihalda mörg efnasam-
hönd þessa flokks brennistein, nokkur fosfor, örfá járn, og
í sumum þeirra hefir ennfremur fundizt örlítið af joð, klór,
kopar, bróm o. fl. frumefni. Köfnunarefnissamböndin geta
jurtirnar búið til í líkama sínum úr ólífrænum efnasam-
böndum, er þær ná í úr jörð og lofti. En það geta dýrin ekki,
þeim er þvi lífsnauðsyn að fá þessi efnasambönd tilbúin i
fóðrinu.
Til eru ótal tegundir lcöfnunarefnissambanda. Eigi því
að gera þau að nokkru umræðuefni, verður að skipta þeim í
það minnsta í tvo flokka: eggjahvítu og önnur köfnunarefnis-
sambönd.
Eggjahvítuefnin hafa sérstöðu eða sérstörf í líkamanum.
Af þeim einum á sér stað öll nýmyndun á eggjahvítukennd-
um vefjum og vökvum likamans.
Þau ein verða líka að halda þeim við og bæta upp dag-
legt slit þeirra og eyðslu.
Eggjahvítuefnin verða einnig að vera i og með við að
mynda minni eða meiri hluta þurrefnisins i öllum eggja-
hvítukenndum afurðum. Vegna þessara sérstarfa þeirra verð-
ur daglega að sjá fyrir ákveðnu lágmarksmagni af eggja-
hvítuefnum i fóðrinu — lágmarksmagni, er vel fullnægi sér-
störfum þeirra.
Leitað hefir verið af miklu kappi eftir að finna lágmarks-
þörfina og hún fundizt, en jafnframt við þá rannsóknarleit
komið i Ijós, að alls ekki muni vera einhlítt, að í fóðrinu sé
víst lágmarksmagn af eggjahvítuefnum.
Fóðurtilraunir hafa leitt í Ijós, að eggjahvítan í fóðurteg-
undunum er afar mismunandi og í mörgum fóðurtegundum