Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 150
144
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
efnahlutföll svipuð þessu eru töluvert algeng. Sé hlutfalls-
lega meira af köfnunarefnissamböndum t. d. 1 á móti 3—4
nefnast næringarefnahlutföllin „þröng“, gagnstætt aftur ,,víð“
sé hlutfallslega minna t. d. 1 hluti köfnunarefnissambanda
á móti 10—12 hlutum fitu og kolvetna.
Sé hægt, þá er við útreikning þenna reiknað með meltan-
legum næringarefnum.
Fitan er efnasamband, sem í eru: kolefni, súrefni og vatns-
eí'ni. Bæði í dýra- og jurta-líkamanum finnast fleiri fitu-
tegundir. Fitutegundirnar eru ekki allar jafngóðar. Oft kem-
ur fyrir, að fitutegund og bragð þeirrar fitu, sem gefin er í
fóðrinu, finnst aftur í líkamanum og afurðunum. Lítur því
út fyrir, að fóðurfitan breytist oft lítið við meltinguna.
Við bruna hennar í líkamanum og ulan hans myndast að
meðaltali 9,3 hitaeiningar af 1 grammi.
Fræðimenn telja, að af henni geti myndazt kolvetnissam-
bönd í líkamanum. Til hita og aflmyndunar er hún rúinlega
tvöfalt betri en eggjahvítan og kolvetnin, og því er hún, þá
reiknuð eru út næringarefnahlutföll fóðursins, margfölduð
með 2 til 2,2, eftir því hvort um fitu er að ræða í heyfóðri
eða kjarnfóðri.
Kolvetnin eru efnasambönd úr kolefni, súrefni og vatns-
efni. Efnasambönd þessi eru mjög algeng. Þau eru aðal-
hlutinn í jurtalíkamanum. Aftur á móli er ekki nema örlítið
af þeim í vefjum og vökvum dýralíkamans.
Kolvetnin iná aðgreina í fleiri flokka. Verða þau að þessu
sinni aðeins aðgreind í tvo: önnur efni og jurtataugar.
Al' ei'num, er teljast til annara efna, eru sykur og sterkja
auðmeltust og verðmætust. Jurtataugarnar gera fóðrið tor-
meltara og verðminna.
Að sjálfsögðu myndast kolvetni líkamans og afurða úr
kolvetnuin fóðursins. Að mestu leyli myndast einnig sú fila,
er safnast í fituforðavefi líkamans, úr kolvetnum fóðursins.
En langmestur hluti þeirra fóðurkolvetna, er meltast og
sogast upp í líkamann, brenna og mynda hita og afl í
líkamamim.
Af 1 grammi þeirra myndast við bruna 4,1 hitaeining.
Stcinefnin eru mjög mismunandi að magni og gæðum i
fóðurtegundunum og geta þau jafnvel oft tilfinnanlega vantað
í fóðrið. Ásamt eggjahvítunni eiga steinefnin hlutdeild í að