Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 156
150
B Ú F R Æ Ð I N G U R 1 N N
fóður. Algengast er, að þær séu soðnar og blandaðar síðan
saman við annað fóður. Þannig er hægt að nota mest af
þeim. Enn má minna á, að ágætt er að hengja rófur upp í
spotta, ca 30—40 cm frá gólfi í hænsnahúsinu. Það veilir
hænsnunum starf við að vinna sér mat úr þeim. Af mikilii
gulrófnagjöf getur átt sér stað, að gulrófnabragð komi af
eggjunum, en liragðs verður ekki vart, séu fóðurrófur gefnar,
ættu þær því heldur að notast, sé um verulega rófnagjöf að
ræða.
Af kartöflum er hægt að gefa töluvert meira en af rófum.
Samkvæmt norskum tilraunum, er gerðar hafa verið hin
allra síðustu ár, hefir reynzt mjög vel að gefa hverri hænu
á dag allt að 50 grömmum af soðnum kartöflum ásamt 100 gr.
af undanrennu.
Vert er að setja hér ofurlítinn útdrátt úr einni af þess-
um tilraunum. Hún var gerð með varphænum, sem voru
ca. 2 kg. að þyngd.
Hænunum var skipt í fjóra flokka.
I. og II. flokkur var fóðraður á korntegundum og venju-
legri hænsnafóðurblöndu.
III. flokkur fékk í staðinn fyrir nokkurn hluta hænsna-
fóðurblöndunnar 40 gr. af soðnum kartöflum og 100 gr. af
undanrennu.
IV. flokkur fékk í staðinn fyrir hænsnafóðurblönduna 60 gr.
af soðnum kartöflum og 130 gr. af undanrennu. Soðnu kart-
öflurnar og undanrennan, sem komu í staðinn fyrir hænsna-
fóðurblönduna, höfðu sama næringargildi eða fóðurgildi og
hún.
Þungi þeirra eggja, er fékkst í 310 daga, var að meðaltali
fj'rir hverja hænu: í I. og II. flokki 10,70 kg., III. flokki
II, 63 kg. og IV. flokki 10,23 kg. Þyngdarauki í 310 daga var
að meðaltali fyrir hverja hænu: I I. og II. flokki 78 grömm,
III. flokki 116 gr. og IV. flokki 168 gr.
Þess má geta, að egg þeirra flokka, sem fengu kartöflur og
undanrennu, geymdust ekki síður en egg hinna flokkanna.
Að allverulegu leyti skýra tölurnar tilraunina. Þær sýna, að
hægt er að fá mjög gott varp, þótt verulegur hluti heildar-
fóðursins séu kartöflur og undanrenna.
Ennfremur að IV. flokkur verpir Iakast en þyngist mest.
Út frá því er hægt að draga þá ályktun, að lcartöflumagnið