Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 158
152
BÚFRÆÐINGURINN
PJym. Roch liænsni ítölsk liænsni
Gefið Ekkert Gefið Jikkert
grænf. grænf. græn f. grænf.
Tala eggja ............. 186 149 140 129
Þungi eggs í gr ........ 56,8 56,5 56,1 55,8
Þyngd eggja yfir árið kg 10,56 8,42 7,85 7,20
Að vetrinum má nota snemmslegna græna töðu, gott vot-
hey o. fl. grastegundir, sem þá er bezt að klippa niður með
skærum eða einhverju öðru saxi í ca % cm langa búta og
blanda i fóðrið. Einnig er hægt að saxa niður aðrar gras-
tegundir. Belgjurtir og brenninetla eru ágætar grængresis-
l'óðurtegundir. Þessar jurtir innihalda mikið af köfnunar-
efnissamböndum, og í þeim er einnig mikið af meltanlegri
eggjahvítu og bera þær, að því leyti, af flestum öðrum jurt-
um í okkar gróðrarríki. Steinefna smárans hefir áður verið
getið að nokkru. Bæði þessar jurtir og margar aðrar mætti
auðveldlega taka að sumrinu og þurrka vel, geyma í kössum
eða pokum á þurrum, rakalausum stað og gefa síðan að vetr-
irium, annaðhvort niðurklipptar, eða þurrka þær hetur að vetr-
iuum en gert hefir verið að sumrinu, t. d. í smá-léreftspokum
nálægt eldavél eða á miðstöðvarofnum. Getur sú þurrkun
orðið til þess, að auðvelt sé að mylja þessar jurtir, einkum
ldöðin, í hendi sér, svo að úr verði jurtagróðursmjöl. Er það
mjög gotl til blöndunar í matarleifar.
Fjallagrös og hreindýramosi, þessar sérkennilegu jurtir,
sem eru í og með við að mynda hin sjálfsáðu heiða- og há-
fjallagróðurlönd, hafa í sér fólgið mikið af kolvetnum.
í fjallagrösunum eru kolvetnin mikil, eins mikil eða meiri
en í korntegundunum. Mætti því segja, að fjallagrasalendur
landsins væru hinar sjálfsáðu villikornekrur okkar. Þær
ættum við að hagnýta okkur enn þá meira hér eftir en
hingað til.
í margumgetinni skýrslu er reiknað með, að önnur efni
fjallagrasanna meltist eins og önnur efni töðu. Sennilega er
hér hallað á fjaliagrösin, hefði að öllum líkindum verið
réttara að reikna með, að þau væru jal'n auðmelt og önnur
el'ni korntegundanna. En óhætt er að fullyrða, að þau séu
ágæt til blöndunar í hænsnafóðrið. Vel þurrkuð fjallagrös
cr létt að mylja í mjöl í hendi sér, enda lang bezt að gefa þau
sem jurtagróðursmjöl og er um framleiðslu þess áður getið.