Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 160
154
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
fóðrið ca 1 væxi teskeið á dag handa hverjuni 6—-7 hænsn-
uin. Aðeins á að nota beztu lýsistegund.
Drijkkjarvatn. Vatn er hænsnununi nauðsynlegt sem öðr-
um sképnum. Þess sé vel gætt, að það sé alltaf hreint. Vatns-
þörf þeirra er dálílið mismunandi. Eðlilega þurfa þau mest
þegar lilýtt er og einkum ef þau þá samtímis vei-pa vel. Talið
er, að hæna þurfi ca 120 gr. á dag eða 8 meðalhænur ca.
1 lítra vatns.
Hitt og þetta. Oft gelur verið ástæða til að gefa hænsnun-
um steinefni um fram það, sem er í fóðrinu. Gotl getur verið
að gefa þeim brennd, mulin bein, sem þá má annaðhvort
blanda i fóðrið eða hafa þau sér í íláti lxjá þeim.
Þegar skurn eggjanna eru ekki nægilega sterk eða eggin
skurnlaus, má fljótt úr þessu bæta með því að ldanda sam-
an við fóðrið 2—3 gr af krít fyrir hverja liænu á dag eða
blanda í drykkjarvatnið 2—3 gr af kalki fyrir liverja hænu
á dag. Þetta skal þó aðeins gert stuttan tíma í hvert sinn.
Ástæða getur verið til, einstöku sinnum, að blanda ögn af
brennisteinsdufti í fóður hænsnanna.
Ætíð ætti að blanda, einu sinni í viku, fyrir hverjar 8
hænur ca 1 leskeið af muldum brennisteini í hænsnafóðrið
þegar hænsnin eru að fella fiðrið, því til fiðurmyndunar er
þeim hann nauðsynlegur, þau fiðrast fyrr og betur sé
þetta gert.
Hafi hænsnin aðstöðu til, þá gleypa þau smásteina, sand-
korn o. fl. Þetta léttir þeirn meltinguna, með því að það
sluðlar að sundurhlutun fæðunnar í fóarninu. Er þvi gotí,
hafi þau ekki sjálf aðstöðu til að geta náð í smásteina eða
grófan sand, að skapa þeim aðstöðu lil þess, með því að
flytja þetta til þeirra.
Fóðurþörf hænsnanna.
Kunnugt er mörgurn, að fóðurþörf dýranna fer eftir stærð,
gæðum og magni afurðanna.
Þvi ætti að haga fóðurvali, el'nasamsetningu og fóður-
magni hænsnanna að nokkru leyti eftir verði, en auk þess
eftir útliti, aldii og slærð hænsnanna, hversu þeim er eigin-
legt að vei'pa og svo þeim skilyrðum, er þau verða að lifa
við svo sem árstíðum.