Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 161
BÚFRÆÐINGURINN
155
Yfir veturinn og að vorinu ætti fóðrið að hafa í sér fólgið
iueira hitagildi en yfir sumarmánuðina.
Á veturna og vorin má alls ekki draga af fyllstu fóður-
þörf, sérstaldega sé um ung hænsni að ræða, er oft í senn
verpa og vaxa. Aldrei umsetja hænsnin jafnmikið fóður og
einmitt þá. Einkum verður þá að gæta þess, að þau fái
eggjahvítu og þau steinefni, sem þau þarfnast.
Sumarmánuðina eða þegar hlýtt er þarf fóðrið ekki að
liafa í sér fólgið eins mikið hitagildi og á hinum kaldari árs-
tiðum og má því innihalda þær fóðurtegundir, sem hafa í
sér litla fitu, en hún hefir, eins og áður hefir verið getið,
mikið hitagildi.
Haustið er sáratími hænsnanna. Betra er að þau felli fiðrið
fyrr en seinna, áður en tíð fer verulega að kólna, en þó
einkum æski menn að þau byrji varp í október eða nóvem-
bennánuði. Margir halda því fram, að hægt sé að hafa áhrif
á, hvenær þau byrja fiðurfellingu. Sé, þegar að ágústmánaðar-
lokum líður eða fyrri liluta septembermánaðar, snögglega
hreytt til um fóður þannig að það verði í nokkra daga tor-
meltara, rýrt að næringargildi, eða verði snögg breyting á
fóðri og hirðingu i nokkra daga, þá geti það orðið orsök þess,
að þau byrji fiðurfellingu. Á meðan á henni stendur þurfa
þau næringarríkt fóður, jafnvel næringarmeira en aðra tíma
árs, eru því þær fóðurtegundir, sem í sér hafa mikið af fitu,
sjálfsagðar.
Strax eftir að hænsnin hafa fellt og að nokkru fiðrazt aftur,
er bezt að breyta til með hægð, með því að auka eggjahvítu-
magn fóðursins þar til næringarhlutföllin í fóðrinu eru orðin
1 á móti 4 eða 1 : 4 (venjulega þannig ritað). Er þessi fóður-
hreyting gerð í þeim tilgangi, að hænsnin byrji varp sem
allra fyrst aftur.
Áður er þess getið, að fóðurþörfin fari eftir stærð, gæðum
og magni afurðanna. Verður því, sé um einhverja afurð að
ræða, fóðurmagnið að skiptast í tvennt. Eru þessir tveir hlutar
skilgreindir þannig, að annar er nel’ndur viðhaldsfóður en
liinn afurðafóður.
ViðhaldsfóðritS. Þennan hluta fóðursins notar skepnan:
í fyrsta lagi til að viðhalda líkamshitanum og má gera ráð
fyrir að % til % hlutar viðhaldsfóðursins notist til þess.