Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 165
BÚFRÆÐINGURINN
159
strjálingi, einkum þegar hátt kemur í fjallið. Á haustum
og snemma vetrar, þegar snjólétt er, notast þetta land allt
til beitar upp í miðjar hlíðar. En eftir að snjór hefir fallið
til muna, verður aðal beitilandið graslendi og lynggeirar, þar
til vorar og snjóa leysir, og víðir springur út. Þá laðast kindur
þangað mjög, sem víðigeirar eru, mest um miðjar hlíðar
fjallsins og ofar. Á aðra hönd eru afréttai-lönd, mjög urin af
sumarbeit eftir hross og fé. Er landslag þar mjög líkt því,
sem er í heimalandinu og áður er lýst. Þar ganga kindur
mínar aldrei á vetrum eftir að þær koma í hús. En eftir að
ég sleppi þeim á vorin, ganga þper þar jöfnurn höndum og í
heimalandinu, og meira þó, meðan lítið grær.
Jafnan reynist mér bezt að byrja snemma hýsingu á ám,
eða fyrr en tíð spillist að ráði og' hleður niður snjó. Með því
að smalagatan er löng, reynist oft torsótt að ná þeim framan
úr fjöllum í snjó og ófærð og jafnvel jarðleysum og ótíð.
Þær ær, sem fyrir þeim hrakningum verða, búa oft að
óförunum langt fram á vetur, ganga verr að beit og þrífast
verr en hinar, sem vanizt hafa húsi og heimabeit meðan tið
var sæmileg. En þá þykir mér máli skipta að snemma sé
rekið á beit og seint látið inn — beitartíminn sé sem lengst-
ur. Þegar er hýsing byrjar, flokka ég ærnar eftir aldri og
orku. Ær á 2. og 3. vetur hefi ég saman í húsi. Ær á 3. vetur,
sem gengið hafa með lömbum að sumrinu fyrsta sinn, reyn-
ast mér jafnan viðkvæmastar í fóðri, einkum fyrra liluta
vetrar. Þarf ég því að gefa þeim nánar gætur.
Hinar eldri ærnar flokka ég svo eftir orlcu og harðfengi
og gæti þess að jafningjar búi saman. Þar sem garði nær
ekki fram í gegn, spila ég sundur við garðahöfuð svo að ekki
renni á milli og het'i jafnan sömu ær í hvorri kró. Rennsli milli
krónna er afleitt þegar fóðurbætir er gefinn, og jafnvel þótt
um heyfóður eitt sé að ræða, húa ærnar jafnast að fóðrinu
þegar krærnar eru einangraðar. Garðarúm þykir mér hæfi-
legt ef 2 ær ko’ma á 1 metra í hvorri kró. Loftræsla er alltaf
mikilsvert atriði og að sjálfsögðu aldrei meir um vert en á
liaustin, þegar kindur koma fyrst í hús, að þær hafi gott loft.
Mér ofbýður stundum að sjá, þegar ég fer fram hjá fjárhús-
um og fé er inni í góðu veðri, allt er þrælbyrgt, torfur neðan
við liurðir og lokaðir gluggar og fáir strompar. Sé taðið
hlault í liúsum þessum, fá menn sáran sviða í augun þegar