Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 166
160
BÚFBÆÐIN G U R T N N
inn cr komið. Undir þessum skilyrðum verða ærnar slénaðar
og lingerðar —* heilsan í veði. Liggi ær í þurrum húsum, svo
að ullin sé hrein, er reii'ið svo góður skjólfeldur, að lítt
þarf að óttast kulda þótt vel sé séð fyrir loflræslu. Fellur
mér vel að hafa hurðir tvískiptar og þá efri luirð opna í
flestu veðri. Gott er að hal'a glugga svo útbúna að opna megi
þá og loka þeim eftir veðri og veðurútliti. Svo gera strompar
íi mæni meira gagn ef þeir ná vel upp úr þekju, en ef sléttir
eru við mæni. Jafnan tem ég mér að reka ær hægt að heiman
í haga og hægt heim á kvöldin. Og þegar ég þarf að vera
þeim nærgöngull, hvort heldur er úti eða inni, vil ég vera í
góðu skapi. Verður þá umgengnin með líkum hætti og þegar
vinur dvelst með vinum. Allir fjármenn hafa tekið eftir þvi,
sem stundum ber við, er tveir menn koma í sama fjárhús,
gengur annar þeirra inn krærnar, fram hjá fénu, spöku og
kyrru, þótt hinn komist hvergi nærri því vegna hræðslu.
Kindur eru áreiðanlega gæddar slíkum næmleika sem flestir
menn, að þeim líður mismunandi vel í návist manna, mest
eftir því, hvernig slcapgerð þeirra er háttað og hvað þeir hafa
ríkast í huga þá stundina.
Sé góður hagi og góð tíð, hýsi ég ær oft án þess að gefa
þeim, fram eftir nóvember. Þó aldrei lengur en fram um
miðjan mánuð. Byrja þá á fóðurbæti, síldarmjöli eða síld,
í smáum skannnti fyrst, sem ég eyk svo smám saman. Van-
astur er ég síldarmjölsgjöf. Hefi þó gefið síld, einkum snemma
vetrar. Síldargjöf fellur mér hezt meðan hey er lítið gefið
cða ekki. Sker ég þá hverja síld í 10 bita og rétti hverri á bit-
ana úr garðanum. Er þá þægilegt að mismuna, gefa lakari
ám meira, hinum minna. Sæmilega væn síld mun vega um
300 gr. Gef ég aldrei meira en svo, að 100 gr. komi á kind
hverja, og þó ekki svo mikið fyrr en komið er fram í desem-
ber. I nóvember fer ég ekki hærra en í 30 gr. síldarmjöls á
lcind. Sé þá hagi nægur og tíð góð, gef ég ekki hey fyrr en
með desember. Síðar byrja ég ekki á heygjöf. Þá hækka
ég vanalega síldarmjölsskamtinn í 35—40 gr. Gel’ það á undan
heyinu, í garðann meðfram garðastokkunum ef garði er
steyptur, annars í þar til gerða stokka, sem ég hengi upp í
mæniása milli gjafa. Heyið gef ég þegar á eftir fóðurbætinum
og hleypi út þegar gjöfinni er lokið, meðan lieygjöf er lítil.
En fari heygjöf fram úr % gjafar, læt ég liggja og jórtra, og