Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 174
168
BÚFRÆÐINGURINN
Á íslandi er ekki hægt að greina á railli sérstakra kynja
innan búfjártegundanna eftir ofangreindri skiptingu. Búfé
okkar allt er ósamkynja og lítið ræktað enn þá. Nautgripirnir
munu þó standa nær mjólkurkyni en kjötkyni. Hestar okkar
tilheyra þeirri tegund hesta, sem kallaðir eru smáhestar
(Ponier). Þeir eru, hvað líkamsbyggingu snertir, ekki vel
fallnir til dráttar og heldur ekki neinir hlaupagarpar. En
l>eir eru liðlegir, seigir og harðgerðir, og hafa það verið aðal-
kostir þeirra, iniðað við þá vinnu og aðbúð, sem þeir hafa
haft hér á landi fr.am á síðustu áratugi.
Verðmæti búfjárins hlýtur alltaf fyrst og fremst að fara
eítir afurðum þeim, sein það gefur, gæðum þeirra og magni;
en þetta skapast fyrst og fremst af kyni, einstaklingseðii,
líkamsbyggingu og meðferð búfjárins.
Ég vil benda á, að líkamsbygging húfjárins hefir ekki jafn
veigamilda þýðingu fyrir afurðir allra búfjártegundanna. Það
er auðskilið, að verðmæti aðal sauðfjárafurðanna, kjötsins,
skapast meira af kroppsbyggingu kindarinnar heldur en t. d.
verðmæti loðfeldanna af kropp loðdýranna, þó að það sé eng-
an veginn sama um stærð þeirra. Ennfremur vil ég benda á,
að það mun alltof almenn skoðun meðal íslenzltra bænda,
að það skipti ekki miklu máli, hvernig mjólkurlcýrnar séu
vaxnar, hlutverk þeirra sé aðeins að mjólka, og þá geti ekki
skipt miklu máli t. d. um líkamsfegurð þeirra eða lcropps-
hyggingu yfirleitt. Ég mun síðar koma nánar inn á þetta
atriði.
II.
Eg vil fyrst drepa á nokkur eftirsóknarverð byggingar-
einkenni, sem gilda fyrir allar búfjártegundir okkar, að
undanskildum alifuglum.
Eru það fyrst og fremst þeir líkamshlutar, sem liafa bein
áhrif á almenna hreysti og fegurð allra húsdýra. í fyrsta
lagi óska allir búfjárræktarmenn eftir ákveðnum lengdar- og
stærðarhlutföllum á milli einstakra líkamshluta dýranna, að
vísu nokkuð misjafnt fyrir hverja búfjártegund, og því ekki
hægt að gel'a ákveðnar almennar reglur fyrir því; en þetta er
oft kallað einu nafni líkamsjafnvægi. í öðru lagi gildir það
fyrir búféð, að því þroskaðri sem brjóstkassinn er, því hraust-
ari eru dýrin. Liggja til þess þau rök, að í brjóstkassánum