Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 175
BÚFRÆfllNGURINN
169
eða brjóstholinu eru ein þýðingarmestu liffæri líkamans,
lijarta og lungu. Lungun þurfa að hafa gott rúm til út-
þenslu, svo andardrátturinn geti orðið reglulegur og óþving-
aður. Það er því óskað eftir, að brjóstkassinn sé bæði víður
og djúpur. Rifin þurfa að hvelfa vel út strax frá hryggjar-
liðunum, annars verður brjóstholið flatt og þröngt, og það er
nokkuð öruggt einkenni um óhreysti hjá búfénu. f þriðja lagi
er hryggurinn, eða sá hluti hryggjarins, sem er á milli fram
og afturlima. Hann á að vera beinn og sterkur. Á honum hvílir
alltaf mikill þungi, þar sem eru meltingarfærin í kviðar-
holinu. í fjórða lagi gildir það almennt um búféð, að fætur
þess eiga að vera réttir og sterkir, hvað þeir sjatdnast eru á
hinu íslenzka búfé. Þetta mun þó alveg sérstaklega gilda
um hross til flutninga á mönnum og vörum.
III.
Ilross (dráttarhestar). Afurðir lirossanna eru fyrst og
fremst vinna. En í hlutfalli við fjölda þeirra hafa afurðirnar
hér í landi verið litlar. Þau hafa jafnvel skipt þúsundum
þau hross hér öld eftir öld, sem aldrei hafa komið bændunum
að neinum notum, og stundum beint valdið þungum búsifj-
um. Þetta hefir þó nokkuð breylzt til batnaðar á síðustu ára-
tugum, enda var annað ósæmandi islenzkum bændum. Þess
skal þó getið, að nokkra þýðingu hafa hross hér haft til út-
flutnings (lifandi) og til slátrunar heima. Útflutningurinn
er nú hverfandi, en allmikill innanlandsmarkaður er að
skapast fyrir hrossakjöt, bæði til manneldis og sem refa-
fóður.
Ég vil þó á engan hátt draga úr þeirri þýðingu, sem íslenzlci
hesturinn liel'ir haft fyrir búskap okkar frá því fyrsta. Á
hverju byggðu bóli í sveitum þessa lands hafa alltaf verið
vinnuhross, sem notuð hafa verið meira og minna allt árið.
20. öldin, öld véla og tækni, bílaöldin, eins og hún stund-
um er kölluð, hefir sett sín spor á lífsvenjur og lifnaðar-
háttu flestra heimila þessa lands, engu síður upp til dala en
út við sjó. Á meðan bændurnir fluttu allar nauðsynjar og
ferðuðust bæja og héraða á milli nær eingöngu á hestum, var
óhugsandi að noklcurt heimili gæti verið án hrossa. En eftir
að bifreiðarnar komu til sögunnar og bílfærir vegir eru um
öll þéttbyggðuslu héruð landsins, í sumum sveitum heim í