Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 177
BÚFRÆÐINGURINN
171
djúp, þ. e. a. s. vöðvarnir séu vel þroskaðir og nái langt niður
á langlegginn. Fæturnir fremur stuttir, beinir, gleilt á milli
þeirra, sverir, og afturfætur vísi fremur afturundan hest-
inum heldur en fram undir kviðinn. Framfætur séu lóðréttir.
Hófarnir réttir (vísi beint fram), stórir, en þó ekki flatir,
hornið i þeim sé hart.
Dráttarhesturinn á að koma fyrir sjónir sem stór, sver
og þungur hestur. Það er alveg misskilningur, að um þetta
gildi einhverjar aðrar reglur en í öðrum landbúnaðarlönd-
um. I Guðbrandsdalnum í Noregi eru altrar unnir með hest-
um, sem eru upp í 170 cm. á hæð og vega 6—800 kg og jafn-
vel meira. Víða eru þessir akrar miklu brattari en noklcurt
land, sem almennt er talið hæft til túnræktar hér.
íslenzkir bændur þurfa hver og einn að læra að vinna með
hestum árið um kring. Þá mun jarðræktin koma af sjálfu
sér og vinnslukostnaður verða hverfandi lítill í samanburði
við það, sem víða hefir verið.
IV.
Sauðfé. Aðal afurðir sauðfjárins eru, eins og áður getur,
kjöt og ull. Verðmæti kjötsins fer fyrst og fremst eftir því
hversu gott það er, eða hversu vel það fullnægir þeim kröfum,
sem kaupendur og neytendur gera til þess á hverjum tíma.
Vöruvöndun og mat á kjöti er hér hvorki nógu strangt eða full-
komið. Um þetta atriði er skrifað í V. árg. Búfræðingsins.
Á meðan við seldum nær allt kjötið saltað út úr landinu,
voru kröfur neytenda þess litlar um vaxtarlag og kjötfylli
kroppanna. Þá var kjötið á sláturhúsunum flokkað og verð-
lagt aðeins eftir þyngd kroppanna. Aðalatriðið var þá fyrir
bændurna að hal'a dillcana þunga eða stóra og feita.
Á síðustu árum höfum við selt allmikið af frosnu kjöti
út úr landinu í heilum kroppum, aðallega til Englands.
Ensku neytendurnir gera alll aðrar kröfur til kjöts okkar
lieldur en þeir norsku, sem keyptu saltkjölið. Kropparnir.
sem seldir eru til Englands, þurfa að vísu að ná álcveðinni
þyngd, en þeir mega ekki vera of þungir. Þeir þurfa líka að
vera feitir, en það er ekki sama hvernig fitunni er fyrir
komið á kroppnum. Beinin verða líka að vera af ákveðinni
stærð og vöðvarnir vel þroskaðir á vissum hlutum líkamans.
Til þess að fullnægja þessum kröfum þarf sauðfé okkar að