Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 182
176
BÚFRÆÐINGURINN
grein fyrir þeirri niðurstöðu, sem fékkst við tilraun þá, sem
gerð var á Akureyri.
Þessi tilraun var aðeins gerð með þremur kálfum, tveimur
nautkálfum og einum lcvígukálfi. Nautkálfarnir voru báðir
keyptir þ. 7. nóv. f. á., þá 7 daga gamlir, en lcvígukálfurinn
var keyplur þ. 24. nóv., þá einnig 7 daga gamall. Þessa fyrstu
sjö daga höfðu allir kálfarnir verið fóðraðir á nýmjólk heima,
þar sem þeir voru keyptir. Kálfarnir voru við móttöku allir
svipaðir á stærð og hraustlegir útlits. Strax eftir móttöku var
byrjað að venja þá af nýmjólkinni, en í hennar stað var þeim
gefin undanrenna og örlítið af góðu þorskalýsi. Að liðnum
fyrsta mánuðinum var hvorum kálfi gefið 7,5 ltr. af undan-
rennu á dag og sem svaraði 15 gr. af þorskalýsi. Eftir 1 %
mánuð voru þeir byrjaðir að ela örlítið af töðu, en hana fengu
þeir eftir vild allan tímann. Undanrennu- og lýsisgjöfinni var
lialdið jafnri til loka maímánaðar eða um 6% mánuð, en
þá var undanrennu skammturinn aukinn upp í 10 ltr. á dag
handa hverjum kálfi, en lýsisgjöfinni jafnframt hætt. — Eins
og áður er sagt, fengu kálfarnir töðu eftir vild allan tímann,
í fyrstu átu þeir lílið, en á þriðja mánuði át hver kálfur
1—1% kg. af töðu á dag, en á 8. og 9. mánuði var töðu-
gjöfin orðin rúmlega 4 kg. að jafnaði á hvern kálf, en þá
voru nautkálfarnir farnir að eta % kg. af töðu meira en
kvígan, en undanrennufóðrið var það sama fyrir þá alla og
kjarnfóður var ekkert gefið. Kálfarnir voru hafðir inni allan
tímann í björtu og hlýju húsi og virtust una sér hið hezta,
hvernig sem veður var. Þeir voru hraustir allan tímann. Naut-
kálfarnir voru við 9 mánaða aldur orðnir allmikið stærri en
kvígan, sem var 12 dögum yngri lieldur en þeir, var þroska-
mismunurinn mjög sýnilegur og mun meiri en sem svaraði
aldursmuninum. Því miður voru ekki tök á því að fylgjast
með vaxtarauka kálfanna mánaðarlega, eða hver var lifandi
þungi þeirra, því stórgripavog var engin til.
Þann 5. ágúst var öllum kálfunum slátrað. Höfðu naut-
kálfarnir þá verið aldir í 271 dag, en kvígan í 259 daga. Á
þessum tíma hafði fóðureyðsla allra lcálfanna samanlögð
verið sem hér segir: