Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 184
178
BÚFRÆÐINGURINN
legnm tínium, þá virðist tilraunin benda til, að alikálfar
geti aðeins greitt undanrennuna með 3,5 aurum hvern
litra, og er þá gengið út frá sama eldistíma kálfanna og
svipaðri fóðrunaraðl'erð og hér hefir verið gert. Skal'
vikið nánar að því atriði síðar.
3. Á eðlilegum tímum framleiðslu og viðskipta má telja, að
að það lægsta verð, sem mjólkursamlögin geta selt undan-
rennuna fyrir, sé 5—7 aurar á lítrann. En þar sem fram-
angreind tilraun bendir til, að ekki sé hægt að fá meira
fyrir undanrennuna til kálfafóðurs en 3% eyrir litrann,
ef miðað er við kjötverð þessarar tegundar, sem gilt hefir
í landinu að undanförnu, þá er þarna ekki að finna neina
lausn á þeim erfiðleikum, sem aukinni mjólkurfram-
leiðslu á íslandi eru búnir af hinu lága verði undanrenn-
unnar.
I sambandi við þessa tilraun og aðrar ýtarlegri tilraunir, sem
gerðar hafa verið um eldi á kálfum, skal að síðustu bent á
það, að þegar athuguð er fóðureyðsla kálfanna annars vegar
og sá kjötþungi, sem þeir skila, hins vegar, þá kemur það i ljós,
að fyrir hverjar 4 fóðureiningar hefir fengizl x/2 kg. í kjöt-
þunga eða 1 kg. í vaxtarauka hins lifandi þunga kálfsins, sé
miðað við 50% rýrnun við slátrun. Sé lagður saman kjöt- og
húðarþungi kálfanna svo sem sýnist vera eðlilegt, þá hafa
þurft 3V2 f. e. fyrir hvert % kg. í vaxtarauka kjöts og húðar
yfir allan eldistímann.
Til samanburðar skýrslum frá landbúnaðarháskólanum á
Ási í Noregi um fóðrun kálfa, sem gerðir voru 6 mánaða
gamlir, þá er talið að þurfi 3,7—4 f. e. til þess að gefa 1 kg.
liíandi vaxtarþunga. Lætur þetta mjög nærri að vera það sama
og getið er um að reynzt hafi við tilraunina á Akureyri.
Samlcvæmt fyrrgreindum heimildum hafa tilraunir sýnt, að
séu alikálfar fóðraðir frá 0—12 mánaða aldri, jiá þurfi þeir
1%—2 f. e. meira til þess að gefa hinn sama vaxtarþunga
og á meðan þeir voru aldir frá 1—6 mán. Orsök þessa er mjög
auðskilin, jm vaxtarhraði skepnunnar minnkar því eldri, sem
hún verður, og viðhaldsfóðrið verður því meira, sem kálfur-
inn stækkar og þyngist, og við þetta vex framleiðslnkostnað-
urinn að miklum mun.
Erlendar og innlendar fóðrunartilraunir á kálfum sýna, að
vaxtaraukinn er mestur fyrst, en minnkar eftir því sem líður