Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 189
BÚFRÆÐINGURINN
183
sveitina, frani hjá mörgum fögrum stöðum, og þrátt fyrir þétt-
skýjað loft og dimmt veður vorum við allir í sólskinsskapi.
Að Geiteyjarströnd komum við seint um kvöldið, fengum þar
náttstað og beið okkar silungur og egg á borðum. En að
morgni urðum við algerlega vonsviknir með veðrið, því storm-
ur var allhvass og rigning. Við urðuin þó að nota daginn til
útiveru og skoða það, sem þokan ekki huldi. Tímanlega geng-
um við upp eftir Dimmuborgum, þótti okkur tilkomumikið að
sjá þau hrikalegu hraun, sem margir eru undrandi af að skoða
og málarar munu vel kunna að meta.
Ekki máttum við fara úr sveitinni án þess að sjá skáldkon-
una Þuru í Garði. Lánaðist okkur þó ekki að hitta hana
meðan dagur var á lofti, er hún þó ekki sögð sérlega lirædd
við ljósið. En alllöngu eftir að sólin var horfin hak við fjöllin
og rönd hafsins, fundum við hana. Varð þá mikill fagnaðar-
fundur með henni og félögum mínum, því þeir þekktu háðir
vel skáldið. Fátt virtist mér verða úr ljóðagerðum, enda þótt
vel væri til þess stofnað. Þura fylgdist með okkur heim að
Garði, þar sem við höfðum heðið um náttstað, og visaði okkur
öllum til sængur um nóttina. Frá Garði héldum við að föstu-
dagsmorgni 5. júli kl. 8 með bíl að Laugum, ætluðum við að
fá okkur hað í volgu vatni sundlaugarinnar, en hún var altóm
og búin harðlæstum hurðum, og urðum við frá að hverfa við
svo búið. Frá Laugum gengum við eins og leið liggur eftir
þjóðveginum að Goðafossi og þaðan í Vaglaskóg og hirtum
ekki um, þó hifreiðar rynnu að hælum okkar og þytu áfram
eftir véginum, við vorum orðnir svo léttir og sælir á gangin-
um og kærðuxn okkur ekki urn að setjast í bíla. Eftir að við
höfðum gengið um Vaglaskóg, sem er einn helzti útisam-
komustaður Þingeyjarsýslu að suinarlagi og margir hafa leitað
æfintýra í, fórum við um Þverárskóg, sem enn er ógirtur og
sýndist ekki vel með farinn, og' sáum yfir hin ágætu afréttar-
lönd Fnjóskdælinga. Við héldum viðstöðulítið áfram að Nesi
í Höfðahverfi. En þar hittum við enn einn vin okkar og skóla-
bróður, sem fylgdi okkur að Kljáströnd eftir ágætar viðtölcur
í Nesi, og útvegaði lítinn mótorbát, sem iiulti okkur yfir
fjörðinn að Rauðuvík án þess að taka nein gjöld fyrir. Þaðan
héldum við svo gangandi suður Svarfaðardal, yfir Heljardals-
heiði og komum heim að Hólum aftur að kvöldi áttunda dags
ferðarinnar, glaðir og ánægðir yfir sumarleyfinu.