Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 191
BÚFRÆÐINGURINN
185
þau áhöld, er eiga við i slíku safni, skal nefnt: pálar, rekur, plógar,
lierfi, taðkvarnir, slóðar, gömul ílát, tóvinnuáhöld o. m. fl. Skóla-
stjóri hefir falið undirrituðum að annast þessa söfnun. Er hér
með heitið á alla lesendur Búfræðingsins, er eiga slík verkfæri eða
vélar eða vita af því hjá öðrum, að setja sig i samband við okkur.
Ahöld þessi verða greidd sanngjörnu verði, þeim er þess óska,
svo og allur flutningskostnaður. Mörg gömul verkfæri eru alveg
að hverfa úr sögunni, og einstakir menn geta ekki varðveitt þau
nema meðan þeirra nýtur við. Þau eru þvi bezt komin á söfnum,
þar sem þau geymast komandi kynslóðum. Það er þvi þröngsýni
að vera nízkur á slík verkfæri undir þeim lcringumstæðum.
Stuðlið að því, einkum þið Hvanneyringar, er þetta lesið, að verk-
færasafnið okkar geti orðið stórt og fjölbreytt.
Guðmunduh Jónsson
Þættir frá Hólum í Hjaltadal.
Nemendur.
í skólanum dvöldu 43 nemendur veturinn 1939—1940. Af þeim
voru 22 i eldri deild og 21 í yngri deild. Af nemendum eldri
deildar voru 2 nýsveinar. Nemendurnir voru úr 12 sýslum og
tveimUr kaupstöðum. Skiptust þeir eftir sýslum sem hér segir: Úr
Skagafirði 14, Rangárvallasýslu 2, Árnessýslu 3, ísafjarðarsýslu 3,
Eyjafjarðarsýslu 6, Suður-Þingeyjarsýslu 3, Norður-Þingeyjar-
sýslu 3, Norður-Múlasýslu 2, Suður-Múlasýslu 1, Dalasýslu 1,
Barðastrandarsýslu 1, Húnavatnssýslu 1, Reykjavík 2 og ísafirði 1.
Allir þeir nemendur, er voru i yngri deild i fyrra, komu aftur i
haust nema 2, þeir Ragnar Gislason, Undhóli, og Ilalldór Bjarnason,
Aðalvik. Nú í vetur eru 47 nemendur í skólanum, eru þeir úr 13
sýslum og 4 kaupstöðum. Úr Skagafjarðarsýslu 13, Árnessýslu 2,
I'iyjafjarðarsýslu 3, Suður-Þingeyjarsýslu 5, Rangárvallasýslu 3,
Norður-ísafjarðarsýslu 1, Vestur-ísafjarðarsýslu 1, Húnavatns-
sýslu 4, Vestur-Skaftafellssýslu 1, Austur-Skaftafellssýslu 1,
Dalasýslu 1, Norður-Mútasýslu 2, Norður-Þingeyjarsýslu 3, Akur-
eyri 1, Ísafirði 2, Seyðisfirði 1 og Reykjavík 3.
Af nemendum þessum eru 18 i yngri deild og 28 i eldri deild.
Komu 9 þeirra í skólann i haust.
Heilsufar nemcnda hefir mátt kallast gott þessa vetur.
Kennarar.
Þeir eru hinir sömu og undanfarin ár að öðru en þvi, að
Skúli Jóhannsson trésmíðakennari tét af þvi starfi i fyrra haust.
Hafði hann þá verið smíðakennari hér við skólann i 10 ár. Ég vil