Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 194
188
BÚFRÆÐINGURINN
farið um EyjafjarSar- og SuSur-Þingeyjarsýslu. Viða var höfð stutt
viðdvöl til þess að athuga búnaðarháttu og fagra staði. Björn
Simonarson kennari var fararstjóri.
A síðastliðnu vori var verknámsför farin suður um Borgar-
fjörð og vestur um Daii til Búðardals. Var för þessi hin ánægjuleg-
asta að öllu. Nemendur sáu marga fagra og sögufræga staði. Þeim
gafst og færi á að sjá búnaðarambætur ýmsra höfuðbóla, þó mest
kvæði að Hvanneyri og hinum ágætu viðtökum, er þeir hlutu þar.
Vigfús Heigason kennari var fararstjóri.
Matarfélagið.
Sigrún Júlíusdóttir var ráðskona malarfélags skólapilta um
þriggja ára skeið. Hún lét af því starfi vorið 1939. Ég vil þakka
henni prýðilega unnið starf. Það verður ekki um það deilt, að hún
hefir með starfi sínu stuðlað mjög að því, hvað fæðiskostnaður
varð lítill þessi ár. í fyrra og í vetur var matarfélagið ekki rekið
með sama hætti og að undanförnu. Nemendur og búsfólk ásamt
skólastjóra hafa verið i einu inatarfélagi. Báðskonan er Ólöf ísfeld
frá Neshjáleigu í Loðinundarfirði.
í matarnefnd voru þeir Bjarni Pálinason, Rögnvaldur Jónsson
og Maron Pétursson í fyrravetur. Nú í vetur skipa þeir matarnefnd-
ina Hákon Siglryggsson, Guðmundur Jóhannsson og Árni Lund.
Skólabúið hefir séð um innkaup fyrir matarfélagið.
Skólabúið.
í árslok 1939 var húfjáreign þess svo sem hér segir: 277 sauð-
kindur, 55 hross, 18 kýr mjólkandi, 3 kelfdar kvígur, 3 uxar, 4 vetr-
ungar, 2 kálfar og 2 naut.
Þá heyjuðust um sumarið 2000 hestar af töðu og 000 hestar af
útheyi. Uppskera garðávaxta var með bezta móti þetta sumar,
fengust þá um 100 tunnúr af kartöflum og 300 tunnur af gulrófum
auk mikils af káli og öðru grænmeti.
Meðalnyt fullmjólkandi kúa liér á Hólum var þetta ár 2778 kg.
með 3,54% fitu. Er þetta sú bezta meðalnyt, sem fengizt hefir hér
um fleiri ár. Fóðurbætir var mjög lítið gefinn.
I G. árg. Búfræðingsins var þess getið, að illkynjaður sauðfjár-
sjúkdónnir, er nefnist garnaveiki, hefði drepið mjög margt af
sauðfé skólahúsins undanfarin ár. Á þorranum 1939 var sauðfé liér
á Hóluin og í nágrenninu innsprautað mcð lyfi, sem átti að geta
aðgreint sjúkt fé frá lieilbrigðu. Bólusetning þessi leiddi i ijós, að
um þriðjungur af fé skólabúsins hafði veikina. Var þvi fé slátrað.
En skömmu síðar drápust nokkrar kindur úr veikinni, en þó bar
ekki á veikinni sumarið eftir. Um haustið var bólusetningin endur-