Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 196
190
B Ú F RÆÐINGURINN
vigslubiskup o. fl. Allmargir SkagfirlSiugar voru boðnir til
mótsins.
MótiS bófst meS því, aS prentarar gengu fylktu liSi til kirkju
og hlýddu þar guSsþjónustu, er vigslubiskup flutti. AS henni
lokinni var gestum sýndur staSurinn, bœSi byggingar og ræktun.
Auk þess var getiS hins helzta, sem enn minnir á forna frægð
staðarins. Skömmu síðar var selzt að veizlu í leikfimisal skól-
ans. Sátu þar 235 manns undir borSum, voru kvæði flutt og
ræður haldnar. Var var minnzt Jóhanns Gutenbergs, prentlist-
arinnar, HólastaSar, menningarstarfs íslenzkra prentara o. m.
fl. Þá afhenti formaSur prentarafélagsins vigslubiskupi GuS-
brandsbiblíu, með þeirn ummælum, að prentarfélagiS gæl'i
hana Hólakirkju.
GuSbrandsbiblía er eitthvert mesta afreksverk, sent unnið
hefir verið í íslenzkri bókagerð. Hún er því ómetanlegur kjör-
gripur, og engin bók er Hóluin helgari en hún. Iín biblían hafði
verið glöluð Hólum um langt skeið. Hólamenn og Hólavinir
höfðu þráð það lengi, að kirkjan inætti endurheimta þennan
dýrgrip sinn og fögnuðu því rnjög gjöfinni. Biblian er geymd
i kirkjunni. Hún er þar i veglegu skríni, er fylgdi henni. Hún
er bundin í skinnband með málmspennum að fornum sið, og
er því aS öllu leyli ágætlega af hendi leysl.
Þá gáfu prentarar handsaumaða mynd af Jólianni Gutenberg.
Þykir myndin hinn mesti kjörgripur.
Skólastjóri, vigslubiskup og ]irófastur Skagfirðinga o. fl.
þökkuðu prenturum virðing þá og rausn, er þeir sýndu Hóla-
stað.
Sá orðrómur lagðist á norður hér, að mót þetta hefði verið
hið virðulegasta. Skólastjóri annaðist mótlökur allar. Var stað-
urinn fánum skrýddur og vel um búizt.
Munu Skagfirðingar lengi minnast prentaramótsins með lilýj-
um hug og virðingu.
G. B.