Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 21
Andri Sveinsson, bankaráðsmaður í
Landsbankanum. Hann hafði samband
við fjórmenningana miðvikudags-
kvöldið 16. apríl, þegar komið var
páskafrí, og þá hófst dans sem stóð
yfir alla páskana.
Sólon R. Sigurðsson. Fjórmenningarnir
hringdu í hann seinni partinn á annan í
páskum og viidu fund með honum.
Fundurinn var haldinn heima hjá
honum og brá honum illilega við
tíðindin.
Árni Tómasson, fv. bankastjóri Búnað-
arbankans. Brotthvarf hans var túlkað
þannig af mörgum að „valtað yrði yfir"
starfsmenn Búnaðarbankans í samein-
ingunni við Kaupþing, sérstaklega á
verðbréfasviði.
ÞAU SEM ANDRIRÆDDIFYRST VIÐ...
Sigurjón Þ. Árnason, fv.
framkvæmdastjóri rekstrar-
sviðs. Núna bankastjóri
Landsbankans.
Elín Sigfúsdóttir, fv. fram-
kvæmdastjóri fyrirtækja-
sviðs. Gegnir núna sömu
stöðu innan Landsbankans.
Yngvi Örn Kristinsson, fv.
framkvæmdastjóri verð-
bréfasviðs. Gegnir núna
sömu stöðu innan Lands-
bankans.
Ársæll Hafsteinsson, fv. yfir-
maður lögfræðideildar og
útlánaeftirlits. Núna frkvstj.
lögfræðisviðs og útlánaeftir-
lits Landsbankans.
anum um síðustu áramót og sagði upp í hrinunni vegna þess að
Arna Tómassyni, bankastjóra Búnaðarbankans, var gert að
hætta eftir samrunann við Kaupþing. Jakob og Árni höfðu
unnið náið saman á árum áður þegar Árni var löggiltur endur-
skoðandi Landsbankans og færði Jakob sig yfir í Búnaðar-
bankann vegna Árna. Sennilega hefur hann metið stöðuna svo
um áramótin að bankinn ætti eftír að sameinast Landsbank-
anum og að Árni yrði þar annar tveggja bankastjóra ásamt
Halldóri Jóni Kristjánssyni.
Ekhi langur aðdrayandí Flestír telja að ákvörðun nýrra eig-
enda Landsbankans um áhlaupið á Búnaðarbankann hafi ekki
átt sér langan aðdraganda. Hugmyndin hafi einfaldlega kviknað
þegar skrifað var undir samkomulag í Þjóðmenningarhúsinu
laugardaginn 12. apríl um sameiningu Kaupþings og Búnaðar-
bankans. Beðið hafi verið átekta eftír páskafríinu þegar búið
yrði að loka Kauphöllinni og bönkunum og allir jrðu komnir í
fri og hefðu næði tíl að plotta og makka saman.
Sagt er að starfsmenn séu helsta eign hvers banka sem og
fullkomið tölvu- og upplýsingakerfi. Hvers vegna þá ekki að
ráða starfsmennina á bak við „íúnksjónirnar" þegar bankinn
sjálfur hefúr runnið mönnum úr greipum?
„Cut and paste“ Ljóst er að þetta verður mikið „cut and paste“
hjá Búnaðarbankafólkinu innan Landsbankans á næstu mán-
uðum. Þeim er einfaldlega ætlað að endurtaka leikinn í nýjum
herbúðum. Búnaðarbankinn tvöfaldaðist að stærð á síðustu
þremur árum, ekki síst vegna mikillar framsóknar og eljusemi
verðbréfa- og fýrirtækjasviðsins. Ýmsum hefur jafnvel þótt nóg
um hraðann hjá verðbréfasviðinu. Við þekkjum þetta kannski
best á því að fýrirtækjasvið bankanna sjá um útlán til íýrirtækja
og verðbréfasviðin „pakka meðal annars inn dílum“ og koma að
fjármögnun við kaup á fýrirtækjum.
Það var klókt að velja páskafríið tíl að gera áhlaupið á meðan
bankarnir og Kauphöllin væru í fríi. Það varð að klára dæmið
innan páskafrísins. Niðurstaða: Erfiðir páskar fýrir flóttafólkið -
páskahret fýrir Búnaðarbankann og Sólon R. Sigurðsson
bankastjóra. 33
21