Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 32
Jack Welch, fv. forstjóri GE, og Stratford Sherman, ráðgjafi og fv. blaðamaður Fortune. Sherman varpaði upp spurningum
sem Welch svaraði milli þess sem hann tók spurningar úr sal. Umgjörð fundarins var mjög óhefðbundin eins og sjá má.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, bauð
gesti velkomna.
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. Baugur og Kaup-
þing stóðu að komu Jack Welch til landsins. Vel gert!
Jack Welch og unnusta hans, Suzy Wetlaufer.
Perignon-kampavíni heim til mannsins ásamt korti:
„Maðurinn þinn stóð sig frábærlega vel í dag. Okkur þykir
leitt að við skyldum láta þetta ganga yfir þig og hann í þessar
vikur.“ Hjónabandinu var bjargað.
Gallalaus er enginn maður og það er Jack Welch ekki
heldur. I grein í Morgunblaðinu er t.d. greint frá því nýlega að
gagnrýnendur Welch telji að ævintýralegur hagnaður í stjórn-
unartíð hans hjá General Electrics sé afleiðing snjallra bók-
haldsaðferða fremur en góðra stjórnunarhátta. Þá hafi Welch
verið við stýrið á miklum og samfelldum uppgangstíma í
Bandaríkjunum og það hafi tvímælalaust verið honum í hag.
Að kunna að tapa Ævisaga Jack Welch, Straight From the
Gut, kom út árið 2001.1 henni talar Welch afskaplega vel um
móður sína og telur hana haft mjög mótandi áhrif á sig og
sínar stjórnunarhugmyndir, t.d. með því að byggja upp sjálfs-
traust sitt. Eyþór Ivar Jónsson, ritstjóri Vísþendingar, ritjar
upp sögu af Welch og móður hans í pistli á vefsvæðinu Heim-
ur.is. Þar segir: „Ein besta sagan úr bókinni segir frá því
þegar Welch spilaði íshokkí fýrir skóla sinn og tapaði mikil-
vægum leik með naumindum. I bræði sinni kastar Welch
kylfu sinni eftir svellinu og fer svo inn í búningsklefa mikið
svekktur. Ekki veit hann fyrr en móðir hans er búin að ryðja
sér leið inn í klefann, þar sem hálfnaktir unglingspiltar standa
eins og illa gerðir hlutir, rífur í Welch og segir: „Auminginn
þinn! Ef þú kannt ekki að tapa þá muntu aldrei kunna að
sigra. Ef þú skilur þetta ekki þá ættir þú ekki að vera að
spila.““
Jack Welch hætti sem forstjóri GE 65 ára gamall haustið
2001. Hann sinnir nú fyrirlestrarhaldi víðs vegar um heim. B3
32