Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 27
BflNKAIVIÁL í BRENNIDEPLI
SÓLON VAR
„VEIDDUR“ Á
SÍNUM TÍMA
Mikið hefur mætt á Sóloni R. Sig-
urðssyni, bankastjóra Búnaðar-
bankans, vegna áhlaups Lands-
bankans og brotthvarfs 26-menninganna.
Ymsir benda þó á að Sólon sjálfur sé besta
dæmið um bankamann sem „hafi verið
veiddur“. Hann hætti í Landsbankanum
eftir langt og farsælt starf sem deildar-
stjóri í aðalbankanum (m.a. yfirmaður
gjaldeyrisdeilar) og síðar sem útibússtjóri
bankans í Olafsvík. Þegar Búnaðarbank-
inn hóf gjaldeyrisviðskipti nældi hann í
Sólon og fékk hann yfir, en slíkt tíðkaðist
nánast aldrei í bankaheiminum á þeim
Búnaðarbankinn International opnaður formlega sumarið 2001. Það er Sigur-
jóna Sigurðardóttir, eiginkona Halldórs Ásgrímssonar, sem klippir á borðann.
Henni til aðstoðar eru Árni Tómasson og Þorsteinn Þorsteinsson, bankastjóri
Búnaðarbankans í Lúxemborg sem lætur af því starfi við kaup Landsbankans
á bankanum, eftir að hafa aukið verðmæti bankans um 450 milljónir á þessum
tveimur árum.
tíma. SH
ÞORSTEINN JÓK
VERÐMÆTI
BANKANS UM
450 MILLJÓNIR
Þorsteinn Þorsteinsson, bankastjóri
Búnaðarbankans í Lúxemborg, sést
hvorki á skipuriti Kaupþings Búnað-
arbankans né Landsbankans. Hann mun
því ekki fylgja með í kaupum Landsbank-
ans á Búnaðarbankanum í Lúxemborg.
Sagt er að Landsbankinn vilji setja sinn
mann í starfið og hefur því verið fleygt að
Tryggvi Tryggvason verði sendur út og
verði fýrst um sinn bankastjóri. Búnaðar-
bankinn setti um 920 milljónir í stofnfé
bankans úti fyrir tveimur árum. Núna er
bankinn seldur Landsbankanum á 1.370
milljónir og er söluhagnaður um 450 millj-
ónir. Það er ágætis ávöxtun hjá Þorsteini á
tveimur árum og skrítið að hann sé land-
laus maður um þessar mundir. Þorsteinn
var sem kunnugt er hjá Norræna tjárfest-
ingabankanum (NIB) í Finnland í áraraðir
áður en hann réðst til Búnaðarbankans. ffij
Hvernig er ástandið
á öryggismálum hjá
þér?
Láttu ekki trúnaðarmálin og
viðkvæm skjöl liggja á
glámbekk.
Ef þú ætlar að farga skjölum er
eins gott að nota búnað sem þú
getur treyst!
Við eigum þaþþírstætara af
mörgum stærðum og á verði við
allra hæfi.
Litlir og nettir við skrifborðið
sem og meðalstórir og
stöndugir fyrir skrifstofuna.
Cttc l . Arnar etif.
Ármúla 29 -108 Reykjavík
Sími: 588 4699
Fax: 588 4696
Vefsíða: oba.is
Netfang: oba@oba.is
27