Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 58
FRÉTTASKÝRING IMPREGILO
Kárahniúkastífla ,■ i cnncnis
/ / -
t 1
Aðrennslisgöng
Fallgöng -
Jc kulsá í jótsdal
F
Stöðvarhús i 2Mmv.s.
Framkvæmdir við Kárahnjúka
Framkvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjunar eru nýhafnar. Um er
að ræða vegagerð frá Fljótsdal, yfir Fljótsdalsheiði og vestur að
Kárahnjúkum og á henni að vera lokið í haust. Búið er að
byggja bráðabirgðabrú yfir Jökulsá á Dal, rétt innan við Kára-
hnjúka, og verður hún notuð á byggingartímanum, og lagður
hefur verið jarðstrengur frá Fljótsdal að Kárahnjúkum. Boruð
hafa verið aðkomugöng undir stíflunni á vesturbakka árinnar á
vegum íslenskra aðalverktaka, og aðkomuvegur niður á botn
gljúfursins fyrir ofan stífluna inni í lóninu hefur verið lagður af
verktakafyrirtækinu Arnarfelli. Það fyrirtæki starfar nú sem
undirverktaki hjá Impregilo og er þegar byrjað að undirbúa
næsta verk sem eru hjáveitugöng undir stíflunni. Ánni verður
veitt í þau meðan stíflan er byggð. Að öðru leyti er verið að
undirbúa vinnubúðir og byggja upp aðstöðuna. Þá hefur hafist
vinna við að opna önnur aðkomugöng á Fljótsdalsheiði.
Framkvæmdir byrja af fullum krafti í sumar og haust. Hjá-
veitugöngin eiga að vera tilbúin á næsta ári og þá verður
byrjað að hlaða stífluna. Stíflubyggingunni og aðrennslu-
göngunum á að vera lokið haustið 2006. Tilboða hefur verið
óskað í stöðvarhúsið, göngin, vélarnar og rafbúnaðinn í
húsið, og verða þau opnuð 5. júní. Virkjunin hefur fram-
leiðslu 1. apríl 2007 og á að vera komin í fullan rekstur 1.
október 2007, sex vélar með samtals 690 megavött. Unnið
verður áfram að síðustu framkvæmdum í austasta hluta
virkjunarinnar, svokallaðri Hraunaveitu og tengingu Jökulsár
í Fljótsdal, fram á vor 2009.
58