Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 98
Frá vinstri: Þorvaidur Bragason, forstöðumaður upplýsingasviðs, Gunnar H. Kristinsson sölustjóri og dr. Kolbeinn Árnason, sérfræðingur á sviði fjarkönnunar hjá Landmælingum. Landmœlingar: Farið á flug Notkun stafrænna kortagagna er stöðugt að aukast í sam- félaginu. Landmælingar íslands hafa gefið út nákvæm kort um árabil en nú síðast efni á geisladiskum fyrir tölvur. Diskarnir hafa fengið mjög góðar viðtökur á markaðn- um og selst í yfir 15.000 eintökum á stuttum tíma. Kort eru ómissandi þegar farið er í ferðalög - svo mikið er víst. En kort eru ekki bara kort og Landmælingar Islands hafa gengið skrefi lengra með þvi að gefa út geisladiska með hefð- bundnum Islandskortum og svo ,flugkort“ þar sem viðkom- andi setur diskinn í tölvuna og ,flýgur“ svo yfir landið. „Við gáfum út flugdisk fyrir hálfu öðru ári en sá diskur byggði á heildarmynd af landinu sem gerð var eftir Landsat gervitunglamyndum,“ segir Þorvaldur Bragason, forstöðu- ; maður upplýsingasviðs Landmælinga, sem haft hefur umsjón með útgáfu diskanna. „Með því að setja heildarmyndina ofan á hæðarlíkan af Islandi var hægt með sérstökum hugbúnaði að ,fljúga“ yfir landið og skoða það í þrívídd. Viðbrögðin við disk- inum voru vægast sagt góð og í framhaldi af því var farið að undirbúa útgáfu nýs flugdisks þar sem settar voru inn nákvæmari myndir af völdum svæðum. Sett voru inn örnefni, vegir og ný útgáfa hugbúnaðarins og sá diskur kom síðan út í I byrjun desember 2002.“ íslandskortadiskur Landmælingar höfðu um árabil verið að i skoða leiðir til að koma kortum sínum út á geisladiskum og leiddi það til þess að farið var í samstarf við kortastofnun Dana ?! sem hannað hafði hugbúnað til að sýna kort á slíkum diskum. „Við tókum þá ákvörðun að setja nokkur heildarkort af land- inu á fyrsta diskinn," segir Þorvaldur. „Eitt þeirra er samsett úr aðalkortunum níu sem skeytt voru saman í eitt kort. Þessi ;i diskur markar ákveðin þáttaskil þar sem í fyrsta sinn er gefinn möguleiki á að vinna með Islandskort á einfaldan hátt í tölvum og nota þannig upplýsingar sem áður fyrr voru aðeins fáan- 98 legar á mörgum ólíkum pappírskortum." Von er á nýjum korta- diski í haust, en á honum verða öll Atlaskortin í mælikvarða 1:100 000, 87 að tölu. Diskunum fylgja vandaðir leiðbeininga- bæklingar á íslensku. Dr. Kolbeinn Arnason, sérfræðingur hjá LMI á sviði fjarkönnunar, hafði umsjón með tæknilegri vinnslu flugdiskanna en Gunnar H. Kristinsson, sölustjóri LMI, með kortadiskinum. „Markmiðið með útgáfu diskanna er að koma út á aðgengi- legu formi sem mestu af kortum og öðrum gagnasöfnum sem eiga erindi til almennings. Við höfum reynt að setja fram áhugaverða vöru og bjóða hana á góðu verði, en það er mikil- vægt að ungt fólk fái tækifæri til að umgangast kort og önnur slík gögn á stafrænu formi og venjist notkun þeirra ásamt þeim hugtökum og tækni sem notuð er,“ segir Þorvaldur. Flutningur 09 nýjar áherslur Landmælingar hafa gengið í gegnum miklar breytingar, ekki síst vegna flutnings stofiiunar- innar upp á Akranes fyrir fjórum árum, en síðan hefur átt sér stað markviss uppbygging og reksturinn gengið vel. Stofnunin skiptist nú í fjögur meginsvið: stjónisýslusvið, mælingasvið, kortasvið og upplýsingasvið en samkeppnisrekstur í sölu korta er sérstök rekstrareining undir stjórnsýslusviði. „Nýjar áherslur hafa verið að líta dagsins ljós,“ segir Þor- valdur. „Meðal annars í nýjum verkefnum á sviði landupplýs- inga, landmælinga ogkortagerðar, en stærsta verkefni stofnun- arinnar um þessar mundir er gerð stafræns gagnagrunns af landinu í mælikvarðanum 1:50 000. Einnig hafa nýjar og áhuga- verðar kortaútgáfur verið að koma á markað að undanförnu." Heimasíðan Landmælingar íslands halda úti heimasíðu, www.lmi.is, þar sem hægt er að nálgast gríðar- miklar upplýsingar um stofnunina, skoða kort og fleira. Heimasíðan er vel skipulögð og þægileg aflestrar og fátt sem ekki finnst þar af því sem varðar landið. S5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.