Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 41
VINNUSTREITfl
10 dæmi um áhrif vinnustreitu fyrir fyrirtækið
• Aukin tíðni mistaka.
• Hamlandi áhrif á nýsköpun.
• Minnkuð framleiðni.
• Kostnaður vegna fjarvista, veikinda, endurráðninga og þjálf-
unar nýliða.
• Starfsfólk verr í stakk búið að taka breytingum og óvissu.
• Neikvæð áhrif á starfsanda.
• Almennur pirringur á kostnað samvinnu.
• Auknar kvartanir viðskiptavina.
• Starfsfólki minna umhugað um kvartanir viðskiptavina.
• Neikvæð ímynd fyrirtækis út á við.
líkamlegri orku okkar í vinnunni hafi neikvæð áhrif á hlutverk
starfsfólks í einkalífi (jafnt og öfugt þ.e. að kröfur í einkalífi hafi
neikvæð áhrif á starfsumhverfið, sem er þó í mun minna mæli
skv. flestum rannsóknum).
Þó svo að magn sé ekki alltaf það sama og gæði er augljóst
að því lengri öma og því meiri orku sem við eyðum í vinnunni
því minni tíma og orku höfum við til þess að njóta okkar með
íjölskyldu eða í öðru einkalífi. Niðurstaðan er því gjarnan víta-
hringur sem framsæknir atvinnurekendur gera sér grein fyrir
og eru stöðugt að leita lausna við.
Jákvætt gildi Sveigjanlegur vinnutími hefur sannað jákvætt
gildi sitt viða. Sveigjanleiki viðveru getur tekið á sig ýmsar
myndir, s.s. að starfsfólk deili störfum, vinni hluta starfsins
heima, ýmist einhvern hluta dags, vikunnar eða ársins, mæti
eða fari heim á tíma sem hentar með tilliti til ábyrgðar í einkalífi
(s.s. vegna barna) og taki „sumarfdsdaga“ á þeim tíma árs sem
hentar aðstæðum og áhugasviði í einkalífi best.
Nuddarar og slökunarherbergi Það er góð fjárfesting að bjóða
starfsfólki reglulega heilsufarsskoðanir í forvarnaskyni og til
þess að grípa inn í og greina háþrýsting og ýmsa sjúkdóma hjá
starfsfólki á fyrri stigum. Ennfremur má hafa reglulega
fræðslufundi um lífsstíl, svo sem mataræði, slökun og annan
heilsutengdan fróðleik.
Að taka sér augnabliks hvfld og liðka vöðvana í einhæfum
kyrrsetustellingum er nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir
vöðvabólgu og aðra álagstengda vanlíðan. Sum fyrirtæki ráða
nuddara sem kemur reglubundið með nuddbekk í fyrirtækin
og er þá starfsfólki gefinn kostur á léttu nuddi sér að kostnað-
arlausu til þess slaka á í dagsins önn en ekki síður tíl þess að fá
greiningu á eymslum er tengjast röngum vinnustellingum og
kennslu í æskilegum líkamsteygjum og -beitingu.
Framtíðin er að hafa sérstök slökunarherbergi á vinnu-
stöðum þar sem mikið er um kyrrsetustörf, til þess að hvetja
starfsfólk tíl þess að taka örpásur, gera léttar líkamsteygjur til
að liðka axlir eða slaka á tíl þess að viðhalda starfsorku sinni í
erli dagsins. B3
Mikið sjálfræði Litlar framfarir Nám og nýsköpun (sérstaklega ef stuðningur er mikill)
Lítið sjálfræði Aðgerðaleysi Streita
(sérstaklega ef
stuðningur er lítill)
Litlar krðfur/álag Miklar kröfur/álag
10 góð ráð í tímastjórnun
1 Taka ekki að sér fleiri verkefni en viðkomandi ræður við, kunna
að segja „nei“.
2 „Tveggja snertinga reglan". Forðast þarf að vera sffellt að
taka sömu málin fram án þess að Ijúka þeim. Flokka allt sem
kemur inn (fyrsta snerting), vinna svo svipuð mál i hollum og
Ijúka þeim (önnur snerting) eins og framast er unnt.
3 Forgangsraða og sinna einu í einu. Hvað er mikilvægt og þarf
að vinna sem fyrst (A - forgangur), mikilvægt en má bíða (B
- unnið þegar A er lokið), síður mikilvægt og liggur ekki á (C
- mætir afgangi, unnið þegar B er lokið).
4 Skipuleggja vinnu næsta dags í lok dagsins, næstu viku í lok
vikunnar. Taka ávallt frá ögn lengri tíma en búist er við að
þurfi til að Ijúka málinu.
5 Gera ráð fyrir að um 10% tímans fari í ófyrirséð verkefni.
Óraunhæf tímaáætlun er afar steituvaldandi.
6 Dreifa verkefnum, dreifa verkefnum, dreifa verkefnum. CVeik-
leiki margra stjórnenda!)
7 Takmarka lengd símtala. Tilkynna viðmælanda hve margar
mfnútur maður hefur, og standa við það en vera þó alúðlegur
í framkomu.
8 Skipuleggja fundi vel - kynna dagskrá með fyrirvara, boða þá
sem málið varðar, hefja fundi á réttum tfma.
8 Forðast tímaþjófa, skipuleggja símatíma, opna tölvupóst á
ákveðnum tfmum.
10 Taka frá „15 mínútna vandamálastund" daglega til þess að
sinna smáverkefnum og símtölum sem annars slfta tfmann
sundur eða valda kvíða. Skrá þau á lista þegar þau koma upp
f hugann, fresta þeim þar til í „vandamálastund" og Ijúka þeim
þá á einu bretti.
Miklar kröfur í starfi eru algengur streituvaldur, en úr því
má bæta með auknu sjálfræði og stuðningi, sem minnkar
ekki aðeins líkur á streitu heldur eykur líkur á námi og
nýsköpun í krefjandi störfum.
Einn algengasti streituvaldur í nútíma vinnuumhverfi, fyrir utan samskiptaörðugleika,
er einfaldlega sá að hafa of mikið að gera á of skömmum tíma.
41