Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 41
VINNUSTREITfl 10 dæmi um áhrif vinnustreitu fyrir fyrirtækið • Aukin tíðni mistaka. • Hamlandi áhrif á nýsköpun. • Minnkuð framleiðni. • Kostnaður vegna fjarvista, veikinda, endurráðninga og þjálf- unar nýliða. • Starfsfólk verr í stakk búið að taka breytingum og óvissu. • Neikvæð áhrif á starfsanda. • Almennur pirringur á kostnað samvinnu. • Auknar kvartanir viðskiptavina. • Starfsfólki minna umhugað um kvartanir viðskiptavina. • Neikvæð ímynd fyrirtækis út á við. líkamlegri orku okkar í vinnunni hafi neikvæð áhrif á hlutverk starfsfólks í einkalífi (jafnt og öfugt þ.e. að kröfur í einkalífi hafi neikvæð áhrif á starfsumhverfið, sem er þó í mun minna mæli skv. flestum rannsóknum). Þó svo að magn sé ekki alltaf það sama og gæði er augljóst að því lengri öma og því meiri orku sem við eyðum í vinnunni því minni tíma og orku höfum við til þess að njóta okkar með íjölskyldu eða í öðru einkalífi. Niðurstaðan er því gjarnan víta- hringur sem framsæknir atvinnurekendur gera sér grein fyrir og eru stöðugt að leita lausna við. Jákvætt gildi Sveigjanlegur vinnutími hefur sannað jákvætt gildi sitt viða. Sveigjanleiki viðveru getur tekið á sig ýmsar myndir, s.s. að starfsfólk deili störfum, vinni hluta starfsins heima, ýmist einhvern hluta dags, vikunnar eða ársins, mæti eða fari heim á tíma sem hentar með tilliti til ábyrgðar í einkalífi (s.s. vegna barna) og taki „sumarfdsdaga“ á þeim tíma árs sem hentar aðstæðum og áhugasviði í einkalífi best. Nuddarar og slökunarherbergi Það er góð fjárfesting að bjóða starfsfólki reglulega heilsufarsskoðanir í forvarnaskyni og til þess að grípa inn í og greina háþrýsting og ýmsa sjúkdóma hjá starfsfólki á fyrri stigum. Ennfremur má hafa reglulega fræðslufundi um lífsstíl, svo sem mataræði, slökun og annan heilsutengdan fróðleik. Að taka sér augnabliks hvfld og liðka vöðvana í einhæfum kyrrsetustellingum er nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir vöðvabólgu og aðra álagstengda vanlíðan. Sum fyrirtæki ráða nuddara sem kemur reglubundið með nuddbekk í fyrirtækin og er þá starfsfólki gefinn kostur á léttu nuddi sér að kostnað- arlausu til þess slaka á í dagsins önn en ekki síður tíl þess að fá greiningu á eymslum er tengjast röngum vinnustellingum og kennslu í æskilegum líkamsteygjum og -beitingu. Framtíðin er að hafa sérstök slökunarherbergi á vinnu- stöðum þar sem mikið er um kyrrsetustörf, til þess að hvetja starfsfólk tíl þess að taka örpásur, gera léttar líkamsteygjur til að liðka axlir eða slaka á tíl þess að viðhalda starfsorku sinni í erli dagsins. B3 Mikið sjálfræði Litlar framfarir Nám og nýsköpun (sérstaklega ef stuðningur er mikill) Lítið sjálfræði Aðgerðaleysi Streita (sérstaklega ef stuðningur er lítill) Litlar krðfur/álag Miklar kröfur/álag 10 góð ráð í tímastjórnun 1 Taka ekki að sér fleiri verkefni en viðkomandi ræður við, kunna að segja „nei“. 2 „Tveggja snertinga reglan". Forðast þarf að vera sffellt að taka sömu málin fram án þess að Ijúka þeim. Flokka allt sem kemur inn (fyrsta snerting), vinna svo svipuð mál i hollum og Ijúka þeim (önnur snerting) eins og framast er unnt. 3 Forgangsraða og sinna einu í einu. Hvað er mikilvægt og þarf að vinna sem fyrst (A - forgangur), mikilvægt en má bíða (B - unnið þegar A er lokið), síður mikilvægt og liggur ekki á (C - mætir afgangi, unnið þegar B er lokið). 4 Skipuleggja vinnu næsta dags í lok dagsins, næstu viku í lok vikunnar. Taka ávallt frá ögn lengri tíma en búist er við að þurfi til að Ijúka málinu. 5 Gera ráð fyrir að um 10% tímans fari í ófyrirséð verkefni. Óraunhæf tímaáætlun er afar steituvaldandi. 6 Dreifa verkefnum, dreifa verkefnum, dreifa verkefnum. CVeik- leiki margra stjórnenda!) 7 Takmarka lengd símtala. Tilkynna viðmælanda hve margar mfnútur maður hefur, og standa við það en vera þó alúðlegur í framkomu. 8 Skipuleggja fundi vel - kynna dagskrá með fyrirvara, boða þá sem málið varðar, hefja fundi á réttum tfma. 8 Forðast tímaþjófa, skipuleggja símatíma, opna tölvupóst á ákveðnum tfmum. 10 Taka frá „15 mínútna vandamálastund" daglega til þess að sinna smáverkefnum og símtölum sem annars slfta tfmann sundur eða valda kvíða. Skrá þau á lista þegar þau koma upp f hugann, fresta þeim þar til í „vandamálastund" og Ijúka þeim þá á einu bretti. Miklar kröfur í starfi eru algengur streituvaldur, en úr því má bæta með auknu sjálfræði og stuðningi, sem minnkar ekki aðeins líkur á streitu heldur eykur líkur á námi og nýsköpun í krefjandi störfum. Einn algengasti streituvaldur í nútíma vinnuumhverfi, fyrir utan samskiptaörðugleika, er einfaldlega sá að hafa of mikið að gera á of skömmum tíma. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.