Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 34
Nýjar byggingar, vegir og brýr krefjast flokinnar verkfræðivinnu.
Skilgreina þarf vel alla verkþætti og fylgja þeim eftir og sjá til
þess að allt gangi upp.
Verkfræðistofan Fjölhönnun ehf. var stofnuð 1. febrúar árið 1979. Hjá
Fjölhönnun ehf. starfa nú 12 sérfræðingar í fullu starfi og er valinn
maður í hverju rúmi. „Stofan hefur í gegnum tíðina unnið að fjölmörgum
stórum og smáum verkefnum, bæði sem hönnuðir og eftirlitsaðilar,"
segir Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri og einn eigandi stofunnar.
„Fyrirtækið er ráðgjafafyrirtæki á sviði byggingarverkfræði og eru meg-
insviðin þrjú: Hönnun húsbygginga, hönnun vega og brúa og fram-
kvæmdasvið. Framkvæmdasvið skiptist upp í eftirlit með fram-
kvæmdum og byggingarstjórn. Á stofunni er lögð áhersla á eftir-
menntun starfsmanna til að viðhalda þekk-
ingu og á góðan hug- og tækjabúnað til að
nota við úrlausnir flókinna verkefna."
Stærri en sýnist
Pó starfsmenn séu ekki fleiri en raun ber
vitni hefur stofan gott samstarf við aðra
ráðgjafa á markaðnum og getur þvi sinnt
stórum verkefnum í samvinnu við þá.
„Þegar verkefnin eru stærri en svo að
stofan ráði við þau ein, er myndað ráð-
gjafateymi eftir þörf verkefnis. Með þessu
móti getum við myndað ráðgjafahóp sem
hæfir hverju verkefni fyrir sig. Sem dæmi um verkefni sem unnin eru í
ráðgjafateymi má nefna hönnun á færslu Hringbrautar við Landspít-
alann, eftirlit með nýjum höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur og tvö-
földun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur, en þetta eru
allt stór verkefni á íslenskan mælikvarða," segir Aldís Ingimarsdóttir,
verkfræðingur og einn eigenda stofunnar.
Skúli segir þróunina hafa orðið þá að stórir verkkaupar, eins og ríki
og borg, hafi farið inn á þá braut að semja við einn ráðgjafa fremur en
marga. Sá ráðgjafi gerir samning við aðra ráðgjafa, undirverktaka og
aðra sem að verkinu komi. „Það einfaldar samskipti og allt samstarf milli
ráðgjafa og verkkaupa og ábyrgð er skýrari. Ráðgjafateymið vinnur sem
ein heild og sparar það verkkaupanum umtalsverða vinnu og umstang
og gerir allt einfaldara frá hans hálfu."
Gæðastaðlar
Fjölhönnun ehf. hefur á undanförnum árum
unnið að því að fá ISO 9001 vottun á gæða-
kerfi sitt en það mun ná yfir alla tæknilega
ráðgjöf á stofunni. „Stofan útbýr gæða-
skipulag í samræmi við gæðakerfi sitt fyrir
öll stærri verkefni sem hún tekur að sér og
unnið er eftir því í samræmi við samnings-
kröfur verkkaupa," segir Aldís. „Til ráðgjafar
varðandi uppbyggingu gæðakerfisins höfum
við ráðið Úlaf Jakobsson, lektor við
Háskólann á Akureyri."
Fjölgarpar. Leggjabrjótur var lagflur að fótum
Fjölgarpa haustið 2002. Mynd: Fjölhönnun
34
KYNNING