Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 34

Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 34
Nýjar byggingar, vegir og brýr krefjast flokinnar verkfræðivinnu. Skilgreina þarf vel alla verkþætti og fylgja þeim eftir og sjá til þess að allt gangi upp. Verkfræðistofan Fjölhönnun ehf. var stofnuð 1. febrúar árið 1979. Hjá Fjölhönnun ehf. starfa nú 12 sérfræðingar í fullu starfi og er valinn maður í hverju rúmi. „Stofan hefur í gegnum tíðina unnið að fjölmörgum stórum og smáum verkefnum, bæði sem hönnuðir og eftirlitsaðilar," segir Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri og einn eigandi stofunnar. „Fyrirtækið er ráðgjafafyrirtæki á sviði byggingarverkfræði og eru meg- insviðin þrjú: Hönnun húsbygginga, hönnun vega og brúa og fram- kvæmdasvið. Framkvæmdasvið skiptist upp í eftirlit með fram- kvæmdum og byggingarstjórn. Á stofunni er lögð áhersla á eftir- menntun starfsmanna til að viðhalda þekk- ingu og á góðan hug- og tækjabúnað til að nota við úrlausnir flókinna verkefna." Stærri en sýnist Pó starfsmenn séu ekki fleiri en raun ber vitni hefur stofan gott samstarf við aðra ráðgjafa á markaðnum og getur þvi sinnt stórum verkefnum í samvinnu við þá. „Þegar verkefnin eru stærri en svo að stofan ráði við þau ein, er myndað ráð- gjafateymi eftir þörf verkefnis. Með þessu móti getum við myndað ráðgjafahóp sem hæfir hverju verkefni fyrir sig. Sem dæmi um verkefni sem unnin eru í ráðgjafateymi má nefna hönnun á færslu Hringbrautar við Landspít- alann, eftirlit með nýjum höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur og tvö- földun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur, en þetta eru allt stór verkefni á íslenskan mælikvarða," segir Aldís Ingimarsdóttir, verkfræðingur og einn eigenda stofunnar. Skúli segir þróunina hafa orðið þá að stórir verkkaupar, eins og ríki og borg, hafi farið inn á þá braut að semja við einn ráðgjafa fremur en marga. Sá ráðgjafi gerir samning við aðra ráðgjafa, undirverktaka og aðra sem að verkinu komi. „Það einfaldar samskipti og allt samstarf milli ráðgjafa og verkkaupa og ábyrgð er skýrari. Ráðgjafateymið vinnur sem ein heild og sparar það verkkaupanum umtalsverða vinnu og umstang og gerir allt einfaldara frá hans hálfu." Gæðastaðlar Fjölhönnun ehf. hefur á undanförnum árum unnið að því að fá ISO 9001 vottun á gæða- kerfi sitt en það mun ná yfir alla tæknilega ráðgjöf á stofunni. „Stofan útbýr gæða- skipulag í samræmi við gæðakerfi sitt fyrir öll stærri verkefni sem hún tekur að sér og unnið er eftir því í samræmi við samnings- kröfur verkkaupa," segir Aldís. „Til ráðgjafar varðandi uppbyggingu gæðakerfisins höfum við ráðið Úlaf Jakobsson, lektor við Háskólann á Akureyri." Fjölgarpar. Leggjabrjótur var lagflur að fótum Fjölgarpa haustið 2002. Mynd: Fjölhönnun 34 KYNNING
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.