Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Qupperneq 67

Frjáls verslun - 01.04.2003, Qupperneq 67
ÁHRIF HflBL Á VIÐSKIPTALÍFIÐ þetta ekki enn orðið vandamáli í Japan sem er okkar mikil- vægasti markaður í Austurlöndum. Á innflutningshliðina eigum við talsvert undir því að ekki verði talið að greiðar smitleiðir séu með vöruflæði. Það er reyndar á því áhugaverður flötur, að ef það reyndist duga að setja vörur í sóttkví, gætu megináhrifin falist í auknu birgðahaldi, sem hefur ekki endilega mjög mikil áhrif á hag framleiðenda fyrr en faraldrinum lýkur, en gæti kallað á talsverða ijármrignun. Við erum nettó-innflytjendur í ferðaþjónustu, svo við gætum jafnvel farið slétt út, jafnvel í gróða til að byija með, - nokkuð sem við þurfum ekki á að halda vegna þenslunnar í bili. Hins vegar segja fróðir að það sé nánast borðleggjandi að við fáum til- felli hér á landi. Annað væri rúmlega hundaheppni.“ Fátt er SVO með Öllu íllt... Ukt og í öðrum stríðum er bæði um tap og gróða að ræða varðandi HABL. Alltaf eru einhveijir sem sjá sér leik á borði og finna matarholur, jafnvel þegar allt er svart og heimurinn á heljarþröm. Fyrst og fremst eru það þeir sem eiga til töfralækningu við sjúkdómnum og fullyrða að vítamin, samsull af hinum og þessum efnum, ilmur af jurtum eða eitt- hvað annað geti ýmist læknað eða komið í veg fyrir sjúkdóminn. Meira að segja virt lyfjafyrirtæki fafla í þá gröf að auglýsa svona nokkuð og fá fyrir það skömm í hattinn þegar upp kemst að gróðafíknin hefúr borið skynsemina ofurliði og að litlar sem engar rannsóknir eru að baki fullyrðingunum. Smáfyrirtæki sem lramleiða grimur eru nú í óða önn að fram- leiða þá til að uppfylla gríðarlega þörf fyrir þá og framleiðendur ýmissa kvefmeðala eiga góða daga framundan. Það kemur heldur engum á óvart að framleiðsla og þróun flarfundabúnaðar, síma og skyldra tækja muni aukast gríðarlega. Ennþá er það svo að gott þykir að vinna með þvi að hittast og sé það ekki hægt vegna sjúkdóma er næstbesti kosturinn sá að nota fjarfundabún- að. Sé sett inn einföld leit á Interntetinu að sjúkdómsheitinu SARS, koma strax upp um rúmlega háif mifljón síðna. Af þeim er um helmingur auglýsingar fyrir eitt og annað sem snertir sjúk- dóminn, aðaflega vörur til varnar. Það er því ljóst að einhver við- skipti aukast þó að líklega verði tapið miklum mun meira. Island Hér á landi höfum við ekki orðið mikið vör við sjúk- dóminn fyrir utan fréttir af dánartíðni, Jjölgun tilfefla og annað í þeim dúr. Talsverður viðbúnaður hefur verið viðhafður á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi og gert er ráð fyrir að hægt sé að taka á móti 40-80 sjúklingum ef þarf, með skömmum fyrirvara. Önnur áhrif eru helst þau að ferðum til Kína hefur verið frestað og ýmsum öðrum ferðum einnig en þó ekki í sama mæli. „Við vitum til þess að þetta hefur haft ákveðin áhrif þó svo þessi markaður, Asía, sé frekar lítið hlutfall af okkar ferðamark- aði,“ segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. „Asíumarkaður- inn er aðeins um 5% af okkar markaði og þó svo hann hyrfi með öllu, sem auðvitað er ekki líklegt, eru það þó ekki nema þessi 5%. Það er þó ljóst að þessi sjúkdómur hefur veruleg áhrif á ferðaþjónustuna í heiminum og þá helst flugfélög sem tilkynnt hafa um verulega fækkun flugferða til Asíulanda. Þess ber einnig að geta að striðið í írak hefur haft töluverð áhrif en saman munu þessi áhrif vera talsvert mikil. Við erum ekki beinlínis UTBREIÐSLAN: Á heimasíður WHO www.who.int/csr/sars/coun- try/2003 05_16/en er að finna kort sem sýnir útbreiðslu sjúkdómsins. Þann 19. maí voru staðfest smit 7739 frá upphafi tilkynninga, dauðs- föll 611 og 3590 hafði batnað svo óyggjandi væri. Stífar reglur eru nú í Kína varðandi tilkynningaskyldu og ferðalög fólks og allt kapp lagt á að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu, en nýjustu fregnir herma að fjölgun tilfella sé nú helst á Taívan. samkeppnisland við Asíulöndin og því ekki von á að við fáum mikið af ferðum sem annars yrðu farnar þangað en eitthvað er um að þeir sem leita eftír löndum fyrir ráðstefiiur og fundi skoði slika möguleika." Ef öruggt aö fljúga? .Áhriíin af HABL og hinum mikla frétta- flutningi af sjúkdómnum koma fram í minnkandi áhuga á ferða- mennsku einkum til Asíulanda," segir Guðjón Arngrímsson, blaðafulltrúi Flugleiða. „Óvissa og óöryggi meðal þeirra sem huga að ferðalögum hefur áhrif um aflan heim og þar á meðal hér á Islandi og í löndunum í kring. Slík almenn áhrif er þó erfitt að mæla, sérstaklega þegar reynt er að horfa til lengri tíma, og ekki síst þegar þetta ber upp á sama tíma og stríðið í írak.“ Guðjón telur litia hættu á smitun í flugi. .Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin, WHO, og alþjóðasamband flugfélaga IATA, hafa í sameiningu birt fróðleik um HABL og flug og þar kemur fram að smithætta um borð er afar lítil. Öllum sem fá einkenni veik- innar er ráðlagt að ferðast ekki. I löndum þar sem HABL hefur breiðst út hafa heilbrigðisyfirvöld staðið fyrir eftírliti með far- þegum, m.a. hitamælingum, til að koma í veg fyrir að veikir ferðist. Vel yfir 200 milljónir farþega hafa flogið síðan í byijun mars, þar af um þriðjungur í Asíu. Vitað er um að sex smitaðir farþegar hafi flogið síðan í byijun apríl, en engin dæmi er um smit um borð í flugvélum. Engin dæmi eru um að smitaðir hafi flogið eftir að eftirlit var tekið upp.“ Loftræstlngin í flugvélum „Nútíma farþegaþotur eins og Boeing vélarnar sem Icelandair notar hafa frábæra loftræst- ingu, þar sem farið er eftír alþjóðaflugreglum," segir Guðjón. „Ferskt loft streymir stöðugt inn í farþegarýmið. Allt loftið er endurnýjað á þriggja minútna fresti. Loftstreymi um rýmið er stýrt með það í huga að takmarka bakteríudreifingu. Notaðir eru svokaflaðir HEPA filterar, sem notaðir eru á skurðstofum, til að hreinsa loftkennda smitbera svo sem rykagnir og bakter- íur. Auk þess er loft í farþegaþotum haft fremur þurrt, sem dregur úr lífsmöguleikum sýkla.“ H3 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.