Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 106

Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 106
„Við viljum einnig hvetja fólk til að nota sólgleraugun vegna þess að því líður einfaldlega betur ef augun eru ekki undir miklu álagi og eitt af því sem dregur úr álagi á augun eru rétt sólgleraugu," segir Kjartan Kristjánsson sjóntækjafræðingur. Hér er hann með Ágústu Páls- dóttur, verslunarstjóra í Optical Studio Sol. VORIÐ ER KOMIÐ Því dökkna gleraugun ekkert inni í bílum, þó svo birtan sé óþægilega mikil. Það má heldur ekki gleyma því að í sólgleraugum gildir hið sama og annars staðar, þú færð það sem þú borgar fyrir. Séu keypt mjög ódýr gleraugu er vafasamt að þau veiti alvöru vörn gegn sólargeislunum og það eru litlar líkur til þess að þau séu með hertu gleri sem er sjálfsagt öryggisatriði. Gleraugnaverslunin Optical Studio Sol: Sólgleraugu, augnanna vegna! Aíslandi er sólin oft lágt á lofti og skín þannig meira í augu fólks en sunnar á hnettinum þar sem hún er hærra á lofti og skín ofan á kollinn. Að mati sjónfræð- inga gerir þetta að verkum að enn meiri ástæða er hér á landi en annars staðar til að nota góð sólgleraugu. Sólgleraugu hafa lengi verið eitt af því sem fólk kaupir á bensínstöð eða í lyijabúð án sérstakrar kröfu um gæði eða ráðlegginga frá sérfræðingi. Engin sérstök sólgleraugna- verslun var til hér á landi fyrr en Optical Studio Sol var opnuð í Smáralind. Með með stofnun hennar gafst íslendingum í fyrsta sinn færi á að sjá og velja úr mjög ijölbreyttu úrvali sól- gleraugna og fá sérhæfða aðstoð við val á þeim. „Það var löngu orðið tímabært að opna slíka verslun því við höfðum dregist verulega aftur úr hvað sólgleraugu snerti," segir Kjartan Kristjánsson, annar eigenda Optical Studio Sol í Smáralind. „Notkun á sólgleraugum hefur aukist rnikið, líkt og á öðrum gleraugum, en það er bæði vegna þess að gleraugu eru í tísku og eins vegna þess að fólk gerir sér í auknum mæli grein fyrir mikilvægi þess að nota rétt gler- augu. Gleraugu eru orðin hluti af útlitinu og má í því dæmi nefna ýmsar frægar stjörnur sem sjaldan eða aldrei sjást án sólgleraugna." Hættulegir geislar Sterkir útljólubláir geislar sólarinnar geta valdið langvarandi skaða á augnbotni og augasteini aug- ans. Slíkir geislar eru ásamt öðru valdir að skýjamyndun á augasteini sem algeng er hjá öldruðum einstaklingum. Margir eru með gleraugu sem dökkna við birtu en þau eru þeim annmörkum háð að birtan verður að skína beint á þau til að þau dökkni og inni í bíl ná geislar sólarinnar ekki á þau. Sólgleraugu með gleraugunum Til þess að hvetja fólk til að nota sólgleraugu sem henta sjóninni og aðstæðum hefur Kjartan boðið þeim sem kaupa ný sjóngleraugu í einhverri af verslunum hans, Gleraugnabúðinni í Mjódd, Keflavík, Selfossi, Optical Sol, Optical Studio á Keflavíkurvelli og Optical Studio í Smáralind, frí sólgler í sínum ijarðlægðasfyrkleika sem kaupauka.Viðskiptavinurinn þarf aðeins að kosta til umgjarðar- innar eða einfaldlega nota sínu gömlu umgjörð fyrir sólglerin. „Við viljum auka notkun sólgleraugna hér á landi og sjá með því minna af augnskemmdum vegna hættulegra geisla sólarinnar," segir Kjartan. „Við viljum einnig hvetja fólk til að nota sólgleraugun aðeins vegna þess að því líður einfaldlega betur ef augun eru ekki undir miklu álagi og eitt af þvi sem dregur úr álagi á augun eru rétt sólgleraugu." Margar tegundir í heimi sólgleraugna eru framleiðendur sem skara frammúr vegna gæða og sérstöðu, þar ber fyrst að nefna Oakley og Ray Ban. Kjartan segir gleraugnaframleið- andann Oakley vera á toppnum bæði hvað varðar gæði og útlit. „Þeir hafa skorið sig úr með straumlínulaga gleraugu sem eru sérlega góð fyrir útivistarfólk þar sem þau sveigjast með andlitinu og eru alveg björgunarfrí. Optískt slípað gler skiptir gríðarlegu máli þegar verið er með gleraugu tímunum saman og ég get nefnt sem dæmi frægan knattspyrnumann, Edgar Davis, sem leikur í ítölsku úrvalsdeildinni, en hann var fyrstur manna til að leika með sólgleraugu og notar einmitt Oakley. Þú átt ekki nema eitt par af augum sem gefa þér þessa dásamlegu sýn sem veröldin er, verndaðu því augu þín eftir fremsta megni og gerðu það sem hægt er til að halda sjóninni góðri allt lífið. SD 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.