Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 105
Pallasmíði:
VORIÐ ER KOMIÐ
Skipt um spýtu
Þröstur Magnússon á pallinum góða.
að var hér hellulagður pallur, pínu-
lítið kríli sem var eiginlega hvorki
fugl né fiskur," segir Þröstur.
„Okkur langaði til að bæta aðstöðuna og
skýla okkur svolítið af og úr varð að
smíða pall. Hann varð að vera nógu stór
til þess að við kæmum fyrir á honum
borði og stólum og gætum helst gengið
aðeins um hann líka. Endirinn varð sá að
pallurinn varð um 30 fm og afskaplega þægilegur, bæði
stærðin og lagið. Þetta var mjög skemmtileg vinna og ég naut
aðstoðar góðs vinar míns sem er smiður en til hans leita ég
alltaf þegar ég lendi úti í horni með eitthvað sem tengist
smíðum og hann kemur með lausnina. En það er alltaf jafn
merkilegt hvað það fer mikið af skrúfum í svona lagað og ég
hefði nú ekki trúað því að óreyndu að það færu á þriðja
þúsund skrúfur í smápall eins og þennan. Ferðirnar til að
kaupa skrúfur voru því ófáar - þó auðvitað hefði mátt reikna
það út fyrirfram og fækka ferðunum eitthvað."
Dótabúð karlanna Þröstur segir ást sína og löngun til
smíða mega rekja til móðurbróður síns en hjá honum dvaldi
Þröstur sem barn. „Eg lærði af honum grunninn að því sem
ég kann, að fara vel með verkfæri og hráefni og velta fyrir
mér hvernig best sé að gera hlutina og
hafði mikið gaman af. Þegar hann kom í
bæinn voru þær ótaldar ferðirnar sem við
fórum í Húsasmiðjuna og slíkar búðir til
að skoða og velta fyrir okkur verkfærum
og efni. Húsasmiðjan var nefnilega „dóta-
búð“ gamla mannsins á sama hátt og leik-
fangaverslanir eru dótabúðir barnanna."
Það fer ekki hjá því að verkfæri safnist
að þeim sem gaman hefur af slíkum dótabúðum og Þröstur
segist stundum hafa verið sagður „tækjaóður“. „Eg skal alveg
viðurkenna það að ég á talsvert af verkfærum og nágrannar
mínir og vinir vita vel af því og fá þau lánuð. En það runnu á
mig tvær grímur þegar hingað komu smiðir til að laga þakið
og þeir vildu miklu frekar nota mína vél en sína - þá hugsaði
ég með mér að líklega hefði ég offjárfest í það skiptið!"
Tilbreyting frá daglegu amstri í starfi sínu sem starfs
mannastjóri þarf Þröstur oft að eiga við ýmis erfið mál og
hann segir smíðina velkomið mótvægi við þá vinnu. „Eg
hugsa að smíðarnar séu fyrir mér líkt og golf hjá mörgum,"
segir hann. „Það góða við að smíða er kannski það að ef ein-
hverjir samstarfsörðugleikar eru á milli mín og spýtunnar, þá
skipti ég bara um spýtu...“ SS
Þröstur Magnússon, starfs-
mannastjóri hjá Rarik, hefur
gaman afsmíðum og er nýbú-
inn að smíða stóran pall við
raðhúsið sitt í Grafarvoginum.
105