Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 94
VORIÐ ER KOMIÐ
MEÐ
MATNUM
VELUR
AÐALHEIÐUR:
CASILLERO DEL DIABLO
CABERIMET SAUVIGIMON,
2000
Þetta vín er af þrúgum úr Central-
dainum í Chile. Vínið er mjög
dökkt og dimmrautt að lit og ilm-
urinn er sérlega áhugaverður og
má einna helst líkja honum við
ilminn af rauðum kirsuberjum og
svörtum plómum. Einnig vottar
fyrir ilminum af ristaðri eik.
Bragðið er þétt og fágað og
minnir á lostafullt bragðið af
súkkulaði, berjum og ristaðri eik.
Skemmtilegt vín sem hentar vel
með lambakjöti, svínakjöti,
nautakjöti og dökku fuglakjöti og
því sérlega gott með grill-
matnum.
! CASILLERO DEL DIABLO
j CHARDONNAY, 2000
Þetta vín er líka af þrúgum úr
Central-dalnum í Chile. Vínið er
mjög sérstakt að lit, skærgult, og
ilmurinn minnir á þungan og
framandi ananasilm með smjör-
áferð. Þetta er einkar aðlaðandi
ilmur. Bragðið af víninu minnir á
suðræna ávexti. Það er ferskt og
snarpt en um leið er það fágað.
Af víninu er langt og gott eftir-
bragð. Þetta er matarmikið vín
sem nýtur sín best með Ijósu
kjöti, salötum og fiskmeti af
grillinu.
94
. GRILL: Char Broil gasgrill frá Olís.
VÍN: Casillero Del Diablo Cabernet
Diablo Chardonnay, 2000 frá Chile.
Aðalheiður
Aðalheiður Héðinsdóttir, for-
stjóri og eigandi Kaffitárs, er
sælkeri á mat og vín og hún á
sína góðu spretti við grillið, ekkert
síður á sumrin en undir skyggninu
úti í garði að vetri til. „Við höfum
voðalega gaman af mat og grillum
allt árið og stundum tengist það vinn-
unni. Við höfðum t.d. í fyrrasumar
franskan nema sem hafði mikinn
áhuga á matargerð þannig að við
grilluðum fínan mat allt sumarið,"
segir hún.
Þegar erlenda gesti ber að garði
setur Aðalheiður gjarnan upp svunt-
una, mundar grilláhöldin og skellir
helst fiski á grillið. Og þegar velja skal
vínið með matnum þá verður oft vín
frá nýja heiminum fyrir valinu, t.d.
Astralíu, Argentínu eða Chile. Hún
gefur því ágætiseinkunn með grill-
matnum að sumri til - þegar vínið skal
vera létt og stemmningin mikil. 33
Vín og
Með sumar í sinni, góðgæti
vín í glasi. Tveir sælkerar