Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 35
ORKUVEITA REYKJAVÍKUR. Fjölhönnun sá um eftirlit með byggingu á
nýjum höfuðstöðuum Orkuueitu Reykjauíkur í samuinnu uið Raftækni-
stofuna og Lagnatækni.
BORGARTÚN 35. Fjölhönnun sá um hönnun burðarþols og lagna í
þessari glæsilegu skrifstofubyggingu.
REYKJANESBRAUT, TVÖFÖLDUN. Fjölhönnun sá um hönnun á tuöföldun
Reykjanesbrautar ásamt Hnit og fleiri ráðgjöfum, þuí uerkefni er að
Ijúka um þessar mundir. Það mun uerða fyrsta hraðbraut á íslandi.
Teikningin sýnir ný uegamót uið Vatnsleysustrandarueg.
FÆRSLA HRINGBRAUTAR. Fjölhönnun hefur tekið að sér hönnun á
færslu Hringbrautar ásamt sex öðrum ráðgjafafyrirtækjum, áætlað er
að Ijúka þeirri uinnu á þessu ári. Mynd: Onno
Verkefnin
Fjölhönnun ehf. hefur nýverið tekið a3
sér hönnun á færslu Hringbrautar fyrir
Vegagerðina og Reykjavíkurborg. Af
öðrum stærri verkefnum stofunnar má
nefna eftirlit með byggingu höfuðstöðva
Orkuveitu Reykjavíkur, eftirlit með nýrri
viðbyggingu Kennaraháskóla íslands,
hönnun á tvöföldun Reykjanesbrautar,
hönnun starfsmannaibúða á Bifröst,
verslunarhúss fyrir Kaupfélag Borgnes-
inga í Borgarnesi, rannsóknahúss fyrir
Hafrannsóknastofnun í Grindavík og
hönnun á nýju skrifstofuhúsnæði i
Borgartúni 35. Gott yfirlit yfir verkefni
stofunnar er að finna á heimasíðu
hennar: uuuuw.fjolhonnun.is.
Starfsfólkið
Eigendur Fjölhönnunar ehf. eru fimm tals-
ins: Skúli Skúlason verkfræðingur er fram-
kvæmdastjóri, Guðni Eiríksson tæknifræð-
ingur er stjórnarformaður, Guðmundur
Jónsson tæknifræðingur er fjármálastjóri,
Aldís Ingimarsdóttir verkfræðingur er
stjórnarmaður og Mikael J. Traustason
Helstu verkefni:
• Hönnun burðarþols og lagna í hús
• Þjónusta við sveitarfélög - gatnagerð, jarð-
vegsrannsóknir, landmæling, vatns-, hita- og
fráveitur o.fl.
• Hönnun vega, undirganga, göngubrúa o.fl.
• Framkvæmdaráðgjöf
• Ýmis önnur sérhæfð verkefni
tæknifræðingur er stjórnarmaður. Aðrir
starfsmenn eru Guttormur Guttormsson
byggingartæknifræðingur, Kristján Björns-
son byggingartæknifræðingur, Magnús R.
Rafnsson byggingarverkfræðingur, Omar
Qlgeirsson byggingarverkfræðingur,
Svavar M. Sigurjónsson byggingartækni-
fræðingur, Sveinn Ragnarsson byggingar-
tæknifræðingur, Júlíus Þór Júlíusson bygg-
ingarverkfræðingur og Anna Harðardóttir
skrifstofustjóri.
Lífið utan vinnunnar
Félagslífið er mjög gott hjá Fjölhönnun og
stendur starfsmannafélagið að ýmsum
uppákomum. „Það ríkir hér góður
starfsandi og við höfum farið f ýmsar
ferðir saman en við reynum að gera eitt-
hvað a.m.k. einu sinni í mánuði," segir
Aldís. „Við förum í gönguferðir og fjalla-
ferðir undir nafninu Fjölgarpar, bæði
stuttar og langar ferðir, og tökum fjöl-
skylduna að sjálfsögðu með! Þetta styrkir
starfsandann og við vinnum betur saman
fyrir vikið. Enda afskaplega gaman í
þessum ferðum.‘‘B!l
KYNNING
35