Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 47
Umsækjendur: Það sem atvinnurekendur telja helst ábótavant í fari umsækjenda 1. Lítill persónuleiki, mannasiðum ábótavant, bera sig ekki vel, skortur á sjálfstrausti, hroki. 2. Útliti ábótavant, snyrtimennska ekki nægjanleg, fatnaður situr illa. 3. Skortur á áhuga, frumkvæði ekki sýnilegt, skortur á drifkrafti. 4. Skortur á markmiðum, metnaði, hvatningu, skipulagningu. 5. Slök tjáning, málfar og ritmál slakt. E. Óraunhæfar launakröfur, ofuráhersla á laun, meiri áhugi á launum en tækifærum. 7. Óraunhæfar hugmyndir um starfsþróunarmöguleika í topp stöður. 8. Skortur á þroska, leiðtogahæfileikar ekki í sjónmáli. 9. Skortur á frumkvæði í viðtalinu, orkuleysi. 10. Hafa ekki aflað sér upplýsingar um fyrirtækið, óundirbúin(n) fyrir viðtalið. 11. Getur ekki spurt skynsamlegra spurninga í viðtalinu. 12. „Hvað getur fyrirtækið gert fyrir mig" afstaða. Heimild: Kreitner (1999). Management. NY:McGrawHill okkar veltur þá fyrst og fremst á hversu vel okkur tekst að markaðssetja hana og verðleggja. Sér- tæk þekking og hæfni er fjárhagsleg eign líkt og vörumerki. Mögulegt er að auka Ijái'hagslegt virði með fjárfestingum í gæð- um vörunnar og/eða markaðssetningu. Um langtímafjárfestingu er að ræða en vörumerki geta viðhaldið gildi sínu óend- anlega ef virði þess er við haldið. Stöðugar endur- bætur eru lykilatriði. Starfsþróun er því ekki valkostur heldur skilyrði. Auðlindir og áhrifaþættir Við búum öll yfir auðlindum sem gera okkur sérstök. Galdurinn er að finna þær og virkja. Flest þekkjum við veikleika okkar vel og vinnum hörðum höndum við að yfirbuga þá, en gjarnan á kostnað hæfileika okkar sem við vanrækjum. Niðurstaðan verður miðjumoð - án sérstöðu. Gagnlegra er að þekkja færni sína, annaðhvort þá sem mað- ur hefur mesta löngun til að nýta eða hefur mest mark- aðsvirði til framtíðar, og gera áætlanir um hvernig best sé að styrkja og markaðssetja þá færni. En hvernig er best að greina hæfileika sína? Til þess eru margvíslegar aðferðir, til dæmis hæfnis- og persónuleikapróf, 360 gráðu frammistöðumat (SHL), viðtöl o.s.frv. Reynslan er að sjálfsögðu eitt af því sem hægt er að færa sér í nyt. Kirkegaard benti eitt sinn á að það sé aðeins mögulegt að skilja lífið aftur á bak en því yrði að lifa áfram. Jafnframt lær- um við meira með þvi að hugsa um þá reynslu sem við höfum orðið fyrir (Kolb, 1983). Með því að kortleggja þá atburði sem mótað hafa árangur okkar (sjá mynd) getum við nýtt þá okkur til ffamdráttar. Fyrsta skrefið er að greina megináhrifaþættina eða atburðina (hvað gerðir þú). í öðru lagi að greina áhrif þess á aðra (hvað gerðist) og að lokum velta fyrir sér hver sé afstaða okkar til þessara atburða 1 dag. Þannig getur reynslan á kerfisbundinn hátt dregið fram megináherslu og einangrað veikleika og kjarnafærni sem þess virði er að vinna með. Sjálfsþekking er nauðsynleg til að unnt sé að gera mark- vissar áætlanir um uppbyggingu og nýtingu kjarnafærninnar. Öll höfum við tvær hliðar, annars vegar þá sem við sýnum öðrum og hins vegar þá hlið sem snýr að okkur sjálfum Qo- hari window). Við kjósum að birta öðrum ákveðna mynd en felum aðra með tilliti til þeirra hagsmuna sem við höfum að gæta eða aðstæðurnar krefjast. Það er hins vegar ýmislegt í fari okkar sem getur verið okkur sjálfum hulið en aðrir sjá. Þetta geta verið hæfileikar eða veikleikar sem okkur er ómögulegt að nýta eða fyrirbyggja nema með upplýsingu og endurgjöf frá þeim sem í kringum okkur eru. Jafnframt geta búið í okkur eiginleikar sem eru óþekktir bæði sjálfum okkur og öðrum. Verkefnið er að finna konsertpíanistann í okkur sjálfum með aukinni sjálfsþekkingu, reynslu og ómetanlegri hjálp frá öðrum. Markaðssetning auðlinda Sú hlið sem við kjósum að sýna öðrum er sú sem við markaðssetjum á hverjum tíma. Aðferðirnar eru háðar aðstæðum og hvort um er að ræða framgang í núverandi starfi eða á almennum markaði. En ferl- ið má auðveldlega skoða með tilliti til söluráðanna fjögurra úr markaðsfræðinni. Þegar kjarnafærni okkar eða varan (prod- uct) hefur verið skilgreind er mikilvægt að velta fyrir sér á hvaða vettvangi hún nýtist (place), hversu verðmæt hún er (price) og síðast en ekki síst hvernig þessari auðlind verður sem best komið á framfæri (promotion). Varan þarf að vera sérstök, erfitt að fjölfalda hana og eftir- sóknarverð á þeim vettvangi sem hún er markaðssett. Ein- ungis þannig er unnt að auka virði hennar. Samkeppnisgrein- ing í anda markaðsfræðinnar getur nýst vel þegar staðið er frammi fyrir ákvörðun um hvaða þekkingu og færni skuli fóstra og markaðssetja á hveijum tíma. Fjölmargir þættir í fari starfsmanns hafa síðan áhrif á markaðssetningu vörunnar. A litlum markaði eins og er hér á landi er orðspor það dýrmætasta sem maður á. Allt sem get- ur bætt það eða skyggt á það hefúr róttæk áhrif á hvernig til tekst. Orðspor manns er líkt og ímynd vörumerkis. Það bygg- ist á innri gæðum (raunverulegri þekkingu og reynslu) og ytri gæðum (framkomu og skynjuðu virði á markaði). Skýr sýn, markmið, starfsþróunaráætlanir og markaðs- setning geta gert okkur kleift að nálgast markmið okkar hraðar og öruggar en áður. En allt er í heiminum hverfult og hvernig sem á málið er litið þá hafði Kjarval rétt fyrir sér þegar hann sagði: „það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja.“S!] 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.