Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 76
FARGJALDAFRUIVISKÓGURINN aftur“ (efst í hægra horni). Til að fá lægsta fargjald þarf að vera aðfararnótt sunnudags í ferðinni." Jæja, það var ekkert við þvi að gera annað en breyta stillingunum og upp kom verðið: 64.610 og að með þessu hefði Saga-Class fargjald verið valið. Umm... Saga-Class. Einhvern tíma hafði ferðalangurinn prófað þann lúxus og allar götur síðan horft öfundar- augum á þá sem áttu þess kost að sitja í hinum rúmgóðu og þægilegu sætum fremst í vélinni, fá sérþjónustu elsku- legra flugfreyja og þjóna og sérstakan matseðil. Að ekki sé talað um að geta stungið fartölvunni í samband... en svona draumar áttu ekki við að þessu sinni og ferðalangurinn slökkti á hugs- ununum og flýtti sér til baka og prófaði London. Fékk við það sömu skilaboðin og nokkra möguleika. Allt frá 64.920 til 100.020 króna. Þá var bara eitt eftir og það var að athuga hvort hægt væri að fara bara aðra leiðina. Jú, það gekk - en sú flug- ferð kostaði litlar 73.000 krónur! Með manninn með Sér Eftir alla þessa netreynslu ákvað ferða- langurinn að hringja í Flugleiðir og kanna hvort ekki væri hægt að semja um hagstætt verð við vinsamlegt sölufólk. Síminn hringdi og símsvarinn elskulegi gaf nokkra möguleika, þar á meðal þjónustu skiptiborðs sem valið var. „Góðan daginn, ég er að hugsa um að fara til útlanda í sumar og langar til að forvitnast um verð á flugisagði ferðalangurinn við elskulega konu sem svaraði. „Eg gef þér samband við söludeild," svaraði hún og vippaði línunni áfram af kunnáttu og röggsemi. Eftir svolitla stund kom sölufulltrúi í símann og spurði erinda. Jú, mig langar til útlanda, en þarf að fá upplýsingar um nokkra möguleika," sagði ferðalangurinn og hafði svolitlar áhyggjur af þvi að vera að trufla konuna við mikilvægari verkefni. „Hvert viltu fara og hvenær?“ spurði sölufulltrúinn, til þjónustu reiðubúinn eftir því sem hægt væri, en bætti svo við: „Eg ætla samt að segja þér það að það er ódýrara iyrir þig að panta beint af Netinu því við tökum þjónustugjald þegar við bókum svona í gegn um símann.“ Að þeim orðum sögðum tók hún til við að reikna út ferðirnar og fékk út eftirfarandi: Kaupmannahöfn: 2.-5. maí, 44.510, 24.-30. maí sama verð og 27.-30. mai 65.510 krónur. „Ef þú ert eina viku úti, þá kostar þetta heldur minna eða 35.510 krónur," sagði hún svo. Það á við um öll vikufargjöld okkar og ef þú t.d. lengir ferðina í maí um einn dag þá nær hún þessu fargjaldi og þú sparar á því.' London var á svipuðu verði og þar með lét ferðalangurinn því samtali lokið án þess að panta neina ferð og ákvað að prófa annað flugfélag. Iceland Express Ferðalangurinn ákvað að fara sömu leið og prófa Netið fyrst. Allt umhverfi netsíðunnar var mun einfaldara og fljótlegra var að skoða möguleika á fluginu. Fara þurfti í gegnum nokkur stig en þau voru öll einföld og í ljós kom að ferðir til Kaupmannahafnar kostuðu 24.660 dagana 3.-5. maí (2. maí var full- bókaður), 22.160 hina dagana sem skoðaðir voru, bæði 24.-30. maí og 27.- 30. maí og engu máli virtist skipta hvort verið væri yfir helgi eða ekki eða hvort aðeins væri pöntuð ferð aðra leiðina. Það var að minnsta kosti ekki dýrara að fara aðra leiðina en báðar því fargjöldin sem upp komu voru á bilinu 7-10 þús- und aðra leið. Þá var Uað London Þar var hægt að panta á öllum dagsetningum og kom upp verðið 21.660 á þeirri sem fara átti 27.5. - 30.5. en 19.160 fyrir hinar tvær. Tekið var fram að það kostaði 1.500 krónur að breyta fari og að ekki væri hægt að breyta um nafn á farmiða eftír að ferðin hefði verið farin. (Áhugaverð athugasemd). Flogið er til Stanstead, rétt fyrir utan London, en það kostar um 25 pund að komast inn í London og til baka þangað aftur með lest sem er talsvert meira en frá Heathrow flugvelli. Auðvitað þurfti að prófa Mka mannlegu hliðina og kanna hvað bættíst við ef pantað væri þannig. Það var auðsótt. 1500 krónur aukalega ef ekki væri pantað í gegnum tölvu og sölufull- trúinn tók það fram að ódýrara væri að panta í gegnum tölvuna eins og sölufulltrúi Flugleiða hafði gert. Niðurstaða Það hljóta ýmsar spurningar að vakna þegar farið er um fargjaldafrumskóginn. Til dæmis þessi hefðbundna um kröfuna um að vera aðfararnótt sunnudags. Sú krafa á ekki heima í nútímaumhverfi þegar fólk vill hafa frelsi til að velja sér dagsetningar. Iika hvers vegna svo dýrt er að ferðast aðra leið- ina með Flugleiðum? Af hverju það er ekki bara um það bil helmingur af fargjaldinu? Varla þarf að óttast að farþegarnir verði allir eftir í útlöndum, einhvern tíma þurfa þeir að koma heim aftur? Til gamans var svo skoðað fargjald hjá Flugleiðum (á Netinu) til nokkurra annarra staða og kom í ljós að ferð til Glasgow kostar rúmar 50 þúsund krónur, ferð til Helsinki kostar um 39.000 krónur og ferð til Oslóar 27.650. Dagsetn- ingarnar voru 24. - 30. maí til að fá lægsta hugsanlega verð. (Dvalist yfir helgi). SH Það skortir ekki upplýsingarnar á vef Flug- leiða en notendavænn getur hann ekki talist og oft þurfti að byrja upp á nýtt. Destinations and dates a IrewiíVK-ttFiAvn: 3 |b£wjavi««fl4v»: 3 [isJl-a,2003 3 |no3|,us,o “F3 |53 153 - © Allt umhverfi netsíðu lceland Express var mun einfaldara og fljótlegra var að skoða möguleika á fluginu. 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.