Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 24
BANKAMA í BRENNIDEPLI
LÖGIN OG RÁÐNINGARSAMNINGAR
T
f\;
%
* * f
Á síðustu árum hefur það færst í aukana að fyrirtæki setji í ráðningarsamninga að lykilstarfsmenn megi ekki hefja störf hjá
keppinautum fyrr en eftir svo og svo langan tíma. En hversu vel halda slíkir samningar þegar á reynir?
Um lagalegu stöðu hvers einstaklings til að stökkva fyrir-
varalaust yfir til samkeppnisfyrirtækis gildir samningur
hans við vinnuveitanda. Á síðustu árum hefur það færst í
aukana að fyrirtæki selji í ráðningarsamninga að lykilstarfs-
menn megi ekki hefja störf hjá keppinautum fyrr en eftir svo og
svo langan tíma. I ýmsum tilvikum er þessi tími allt frá 6
mánuðum upp í eitt ár, jafnvel lengri.
Fullyrt er að svona samningar haldi illa fyrir dómstólum
nema þá að bannið gildi aðeins í fáeinar vikur, ella sé farið að
sauma að atvinnufrelsi fólks. Það standist ekki að festa fólk í
ijötra mánuðum saman. Á móti er sagt að fyrir dómstólum sé
samningur einu sinni skýlaus samningur og hann eigi að
standa. Þess vegna sé besta ráðið að skrifa í upphafi ekki undir
ráðningarsamninga sem skerða atvinnufrelsi og möguleika
starfsmanna á að nýta þekkingu sína úti á vinnumarkaðnum
nema sú kvöð sé til afar skarnms tíma; tveggja, þriggja eða
Ijögurra vikna í mesta lagi. I ráðningarsamningum starfsmanna
Búnaðarbankans hefur almennt ekki tíðkast að hafa ákvæði
sem meini þeim að fara yfir til keppinautanna að ákveðnum tíma
liðnum. Oðru máli hefur gegnt um þá sem vinna á verðbréfa-
sviðinu. Hjá flestum þeirra hafa verið svona ákvæði og er sagt
að þau hafi verið að hámarki þrír mánuðir. Nær allir 26-menn-
inganna verða komnir yfir í Landsbankann i byrjun júni og
margir eru þegar byrjaðir. Bankarnir tóku upp á þvi fyrir
nokkrum árum að setja svona ákvæði í ráðningarsamninga við
starfsmenn verðbréfasviða sinna þegar bera tók á því að þeir
voru býsna fúsir til að hoppa á milli banka.
Samningur er samningur Þeir lögmenn, sem við ræddum við,
segja að sú skuldbinding, sem viðkomandi starfsmaður hefur
skrifað undir við sinn vinnuveitanda samkvæmt ráðningar-
samningi, skipti öllu máli varðandi lagalega stöðu þeirra. Samn-
ingur sé samningur. I öllu viðskiptalífinu búa fyrirtæki við það
að önnur fyrirtæki sækjast eftír starfsmönnum þeirra og bjóði í
þá, hvort sem um keppinaut er að ræða eða ekki. Þess vegna
hafa svona hömlur verið settar í ráðningarsamninga við lykil-
starfsmenn.
Það hefur nokkrum sinnum reynt á það fyrir dómi hvort
svona ákvæði um samkeppnishömlur í ráðningarsamningum
feli í sér skuldbindingar sem séu of víðtækar gagnvart atvinnu-
frelsi þeirra. I samningalögum er heimilt að víkja samningi til
hliðar, breyta honum eða ógilda, ef einhver sérstök skilyrði
þykja vera fyrir hendi.
Meginreglan er hins vegar sú að lögin segja að það sé fylli-
lega leyfilegt og eðlilegt að setja svona takmarkandi ákvæði í
ráðningarsamninga. Spurningin sé einungis sú hvort svona
skuldbinding sé ógildanleg af sérstökum ástæðum, þyki td. of
víðtæk og óraunhæf.
37. grein samningalaga í samningalögunum segir m.a. í 37.
grein: maöur í því skyni að varna samkeppni áskilið sér
hjá öðrum manni að sá maður reki eigi verslun eða aðra
atvinnu, eða að hann ráði sig eigi til starfa við slíkt Jyrirtœki, þá
erþað loforð eigi bindandi fyrirþann mann, ertelja verður, þegar
litið er til allra atvika, að skuldbinding þessi sé víðtækari en
nauðsynlegt er til að varna samkeþpni, eða að hún skerði með
ósanngjörnum hætti atvinnufrelsi þess manns sem tókst þessa
skyldu á herðar. Við mat á hinu síðarnefnda atriði skal einnig
hafa hliðsjón afþví hverju það varðar rétthafana að þessi skuld-
binding sé haldin.“ Hj
24