Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 38
FRÉTTASKÝRING SH OG SÍF ERLENDIR FJÁRFESTAR KAUPI HLUT í SH Talið er að á næstunni verði gengið frá kaupum erlendra fjárfesta á hlut í SH, Nýsjálendingsins Eric F. Barratt, forstjóra Sanford Ltd., og Kanadamannsins John C. Risley, stjórnarformanns Clearwater Seafoods. SH á 15 prósenta hlut í FPI, Fishery Product International, stærsta sjávarútvegsfyrirtækinu í Kanada og situr Gunnar Svavarsson, forstjóri SH, ásamt þessum tveimur mönnum í stjórn fyrirtækisins. árangur og vilji hafa hann innbyggðan í matinu á félögunum. Það hafi þvi annaðhvort þurft að leysa þennan hnút eða bíða og sjá til. Má segja að seinni kosturinn hafi verið tekinn. Róbert segir að í sameiningarviðræðum þurfi að vera ein- hugur í hópnum. Best sé að byrja á því leggja niður fyrir sér hver þróunin á að verða eftir sameininguna, hvernig og hvepir eigi að leiða félagið og hvað þurfi af fjármagni, ekki skiptahlutfalli eins og SIF vildi, enda telur Róbert að 50-50 hlutfall hafi ekki verið rétt hlutfall. „Ég held að það hafi frekar verið pólitískt hlutfall. En ef eigendur SH hefðu verið tilbúnir til að taka á sig þann fórnarkostnað þá hefði það verið þeirra mál,“ segir hann. Róbert vildi ræða strax í upphafi hveijir yrðu leiðandi í hinu sameinaða fyrirtæki og kom sú hugmynd til tals að Róbert yrði stjórnarformaður hins sameinaða fyrir- tækis en það fékk dræmar undirtektir hjá SIF og var því einn af ásteytingarsteinunum. Þegar þetta er borið undir Róbert segist hann líta svo á að hluthafar fyrirtækisins hafi viljað halda fram þeirri stefnu sem hann hafi fylgt í SH undanfarin ár. Athygli vekur að Róbert er stjórnarformaður SH þó að ekki sé hann lengur hluthafi en Róbert bendir á að stjórnin hafi verið kosin í heilu lagi á síðasta aðalfundi og svo skipt með sér verkum. Hann hafi ekkert mótframboð fengið og því hafi hann greinilega stuðning stærstu hluthafa. Alkunna er að sameinuð fyrirtæki ná í mörgum tilfellum ekki þeim árangri sem til er ætlast. Róbert segir að ástæðan sé sú að þau hafi ekki farið fram með nógu skýra stefnu og hlutirnir hafi verið of lausbundnir þegar til sameiningarinnar hafi komið. Hann kveðst hafa verið hvatamaður þess að hafa stefnuna skýra frá upphafi „og ég held að það að við vildum fá menn til að taka þessi skref fyrst hafi orðið til þess að þeim þótti við vilja taka þá yfir. En að sjálfsögðu tökum við enga yfir. Við sögðum bara: Veljið ykkur forystu, látið hana leiða sam- eininguna, hvort sem það er ég eða einhverjir aðrir, og svo fylgir hitt á eftir.“ Skorti á eininguna Blaðamaður Frjálsrar verslunar ræddi við íjölda manna og er ljóst að eignarhald í SH og SIF hefur haft sín áhrif á þróun mála. Bankarnir og þá sérstaklega Straumur sýndu sameiningarviðræðunum mikinn áhuga enda ábatavænlegt að eiga hlut í sameinuðu félagi ef vel tekst til. Hreyfing komst á hlutabréf í SH um áramótin og í byrjun ársins. Landsbankinn ákvað að eignast 24,5 prósenta hlut í SH rétt fyrir gamlársdag í stað þess að eiga veð í bréfum Þor- móðs ramma í SH. Hjá Straumi var önnur staða. Straumur átti hlut í SIF en ákvað að selja bréfin þegar ekkert varð af sam- einingu. Sagt er að Bjarni Armannsson, forstjóri Islands- banka, og Þórður Már Jóhannesson, forstjóri ijárfestinga- félagsins Straums, sem átti hlut í SIF á þessum tíma, hafi keyrt málið áfram. Það er þó ljóst að Þórður hafði beitt sér mjög fyrir sameiningunni og var kominn svo langt að lýsa yfir þeirri ætlun sinni að setjast í stjórn hins sameinaða félags þegar Straumur ákvað skyndilega að selja bréf sín í SIF. Svo virðist sem skort hafi á eininguna í hluthafahópunum. Nokkru síðar komst hreyfing á bréf Granda og Afls í SH og keypti Straumur þau bréf. Hefði Straumur átt bréfin í SIF á þessum tímapunkti hefði hann verið í lykilstöðu til að sam- eina félögin. Svo var þó ekki og því fór sem fór. Onefndur er hlutur Burðaráss í bæði SIF og SH. Burðarás átti fyrir stóran hlut í SIF og sem Brim eignaðist félagið hlut í SH í gegnum UA og Skagstrending. Eimskip átti því hagsmuna að gæta í báðum félögum og tók þátt í viðræðunum en tók ekki afger- andi forystu fyrir sameiningunni ef marka má orð Róbert Guðfinnssonar. „Það er rangt sem haldið er fram að það hafi verið feikimikil pressa frá Eimskip eða slíkum fyrirtækjum. Pressan í þessu máli, ef pressu skyldi kalla, kom fyrst og fremst úr þessum herbúðum og það frá mér.“ Rétt er að geta þess að S-hópurinn, sem hafði staðið að sam- einingu SIF og IS á sínum tíma og átti 34 prósenta hlut í SIF, ákvað að lýsa því yfir í byijun mars - ekki þó með formlegum hætti - að hann teldi tímasetningu til sameiningar ekki góða og því væri réttast að hver færi að sinna sínu. Þessi afstaða er talin hafa vegið þungt gagnvart Islandsbanka, Straumi og SH og sýnt mönnum þar að eigendur og stjórn SIF vildu frið við sinn rekstur og tækju því illa ef farið yrði í óvinveitta yfirtöku. Risley og Barratt Búast má við að áhugi á sameiningu SH og SIF sé fyrir bí - í bili að minnsta kosti og ekki gott að segja hvort og þá hvenær viðræður geti hafist á ný. Líklegast þykir að það líði að minnsta kosti eitt til tvö ár áður en hægt verður að taka viðræður upp að nýju og þá verði tjárhagsstaða fyrir- tækjanna skýrari. „Okkar tilfinning er sú að SH verði að stækka til að geta tekið þátt í breytingum í umhverfinu og þá vinnum við auðvitað að því. Annars værum við að daga uppi,“ segir Róbert og játar því að hann hafi áhuga á og hafi unnið að því að fá erlenda fjárfesta inn í SH. Um þessar mundir beinist áhugi manna í sjávarútvegi nefnilega að möguleik- anum á því að útlendingar kaupi hlut í SH. Talið er að beðið hafi verið fram yfir kosningar með að ganga frá því og nú geti það gerst hvenær sem er. Þarna er um að ræða þá Eric F. Barratt, forstjóra Sanford Ltd., sem er eitt stærsta sjávar- útvegsfyrirtækið á Nýja-Sjálandi með starfsemi í Astralíu, Argentínu og Kyrrahafi auk Nýja-Sjálands, og John C. Risley, stjórnarformann Clearwater Seafoods sem er stórt og öflugt sjávarútvegsfyrirtæki í Kanada. SH á 15 prósenta hlut í FPI, Fishery Product International, stærsta sjávarútvegsfyrirtæk- inu í Kanada og situr Gunnar Svavarsson, forstjóri SH, ásamt þessum tveimur mönnum í stjórn fyrirtækisins en það fékk einmitt nýlega fyrirgreiðslu hjá Islandsbanka. Rétt er að taka fram að SH á engan kvóta og því mega erlendir ijárfestar eiga hlut í félaginu. [Jj 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.