Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 29
GESTAPENNI: JAFET ÓLAFSSON fjármálamarkaðnum Hvað með islandsbanka? Það hefur vakið athygli að íslands- bankamenn hafa setið þögulir og lítt verið áberandi í þeim slag sem staðið hefur milli Landsbankans og Búnaðarbankans. Islandsbankamenn hafa þó hoggið nokkurt skarð í raðir hinna nýju Landsbankamanna með því að ráða um fimm starfs- menn af fyrirtækjasviði bankans í Lúxemborg og með því að stofna útibú í Lúxemborg. Areiðanleikakönnun vegna kaupa Landsbankans á útibúi Búnaðarbankans er ekki lokið þegar þetta er skrifað, brotthvarf þessara lykilmanna á lánasviðinu hlýtur að hafa áhrif á endanlegt kaupverð. Þá eru allir þrír bankarnir komnir með starfsemi í Lúxemborg. Síðan FBA sameinaðist Islandsbanka hefur hann verið stærsta fjármálafyrirtæki landsins. Nú er búið að velta honum af þeim stalli, þeir ágætu keppnismenn í Islandsbanka munu örugglega leita allra leiða að komast aítur í fyrsta sæti. I sjálfu sér ætti það ekki að vera keppikefli eitt út af fyrir sig, góð arðsemi og góð þjónusta er þar jafn mikilvæg. Möguleikarnir til stækkunar á íslenskum markaði eru mjög takmarkaðir, augu margra hljóta nú að beinast að sparisjóð- unum. Einnig munu þeir stóru skoða grannt hvaða möguleikar eru erlendis um vöxt og kaup á ijármálafyrirtækjum. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort konfið sé annað hljóð í strokkinn hjá Spron-mönnum og mun enn vera áhugi fyrir hendi hjá Kaupþingi/Búnaðarbankanum um kaupin á Spron? Stjórn Spron fékk mjög ákveðin skilaboð frá sínum stofn- ljáreigendum á síðasta aðalfundi þar sem Pétur Blöndal við annan mann náðu góðri kosningu. Sparisjóðirnir eru margir og samstaða þeirra hefur verið lítil, tengsl þeirra og ítök við Kaupþing eru nánast að hverfa. Sameinaðir Sparisjóðir væru jafnstórt Ijármálaafl og einhver af stóru bönkunum. Samein- aðir gætu sparisjóðirnir verið mjög öflugir vegna dreifingar sinnar um landið og stórs hóps viðskiptamanna. Breytingar hjá sparisjóðunum verða örugglega nokkrar á næstu mánuðum, sameiningar eða eignatengsl við einhvern af stóru bönkunum munu líta dagsins ljós. Litlll fjármálafyrirtækin Á ijármálamarkaðnum eru starf- andi þrjú lítil verðbréfafyrirtæki, Islensk verðbréf á Akureyri, MP Verðbréf og Verðbréfastofan, þau hafa öll verið að efla sinn rekstur og verið með vaxandi markaðshlutdeild. Eg held að forráðamönnum litlu verðbréfafyrirtækjanna líði vel þegar þeir stóru eru að slást, það fer mikil orka í átökin, mikið rót kemur á starfsfólk, skipulagsbreytingar og tengsl við viðskiptamenn vilja rofna. Það er alltaf pláss fyrir lítil, per- sónuleg og vel rekin ijármálafyrirtæki. Eg riija það stundum upp að ekki eru mjög mörg ár síðan Pétur Blöndal hóf starfsemi Kaupþings með ijóra starfsmenn. Allir vita hvað hefur orðið úr þessu eitt sinn litla fyrirtæki. En eru þá ekki litlu verðbréfafyrirtækin að spá í samruna úr því þeir stóru standa í slíku? Eg held ekki. Einhverjar tilfærslur eru á eigendahópi þessara fyrirtækja og þau eiga með sér vissa samvinnu. En „lítið er fagurt" og best er að vaxa innanfrá. Allir fylgjast þó vel með því sem er að gerast á þessum markaði, umbreytingarnar hjá þeim stóru gefa þeim minni oft meira svigrúm og það reyna þessi fyrirtæki að nýta sér. Eitt er þó víst að það að spá hvernig þróunin verður á íslenskum íjármálamarkaði á næstu árum er eins og reyna að spá um veðrið næstu mánuði og vorið 2003 hefúr verið með því skrautlegra sem sést hefur í íslenskri veðráttu um áratuga skeið. SH Tilgangurinn helgar meðalið, það eru keypt ríflega tvö fóboltalið úr Búnaðar- bankanum og síðan Búnaðarbankinn í Lúxemborg í heilu lagi. Var þetta ekki full stór skammtur? Sameinaðir sparisjóðir væru jafnstórt fjármálaafl og einhver af stóru bönk- unum. Sameinaðir gætu sparisjóðirnir verið mjög öflugir vegna dreifingar sinnar um landið og stórs hóps viðskiptamanna. Það hefur vakið athygli að íslands- bankamenn hafa setið þögulir og lítt verið áberandi í þeim slag sem staðið hefur milli Landsbankans og Búnaðar- bankans. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.