Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 86
VORIÐ ER KOMIÐ
hann um leið og hann bendir á J]óra
gutta sem rölta með pokana sína út
á völlinn. „Þeir eiga heima í Grafar-
voginum þessir og hafa alist upp á
golfvellinum á Korpúlfsstöðum. Það
kæmi mér ekki á óvart þótt þessir
strákar yrðu afreksmenn í íþróttinni
og kannski einhver þeirra verði
Islandsmeistari."
Hægagangur í ofurhraðanum
Fjölskyldur, konur og karlar, börn
og eldri borgarar, allir njóta þess
sem golfið hefur upp á að bjóða.
Enda eftir nokkru að slægjast.
„Það eru ekki margar íþróttir
sem bjóða upp á jafn fjölbreytta
möguleika og golfið,“ heldur
Gestur áfram.
„Utiveru, hreyfingu, samskipti,
félagsskap, keppni og skemmtun.
Kylfingur gengur allt að 10 km
þegar hann spilar 18 holu völl.
Oftast spila ijórir saman og á
hringnum verða tengsl og sam-
skipti milli manna. Það er ekki víða
annars staðar sem fólk á þessum
tímum hraðans hefur möguleika á
3-4 tíma spjalli við náungann á
rólegu nótunum. Þannig myndast
oft sterk vináttubönd sem gefa fólki
mikið.“
Golfið er aldurslaus íþrótt að sögn Gests Jónssonar, formanns Golfklúbbs Reykjavíkur.
Veturinn sem ekki kom Eftir
vetur sem þann sem nú er liðinn er
Aldurslaus íþrótt
Staðalímynd golfarans er miðaldra, þéttur og sællegur
forstjóri sem mætir á jeppanum sínum í golfskálann,
röltir með kylfurnar sínar um vel snyrtan grasvöllinn og
skiptist á skoðunum við félaga sína um leið og hann fær sér
bjór og samloku að leik loknum.
„Það að golfið sé einhver snobbíþrótt eða frekar fyrir einn
aldurshóp en annan er langlíf goðsögn," segir Gestur Jónsson,
formaður Golfklúbbs Reykjavíkur, þar sem við sitjum í golf-
skálanum og horfum yfir fallegan Grafarholtsvöllinn. „Golfið
er svo sannarlega aldurslaus íþrótt. Við erum með félaga frá 7
ára aldri og upp úr og allra bestu kylfingarnir eru þeir sem
hreinlega alast upp á golfvellinum. Eins og þessir ljórir,“ segir
golfvöllurinn í Grafarholti í afar góðu ástandi og raunar eins
og væri kominn júní en ekki lok apríl. Gestur segir þetta
frábært þar sem golfárið lengist mjög sem kæti marga. Það
er hins vegar verra að við getum því miður ekki veitt öllum
inngöngu sem vilja ganga í klúbbinn. Núna eru um 2000
manns í Golfklúbbi Reykjavíkur og nokkur hundruð á
biðlista. „Því miður geturn við ekki tekið við fleirum í bili
vegna plássleysis á völlunum. Það er okkar helsta baráttu-
mál að fá fleiri velli á Reykjavíkursvæðinu," segir hann. „Við
vonumst eftir því að geta stækkað Korpuvöllinn og svo þarf
auðvitað að byggja fleiri velli á höfuðborgarsvæðinu - en það
er önnur saga.“ 33
86