Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 62
Lögfræðistofan Landslög stendur á gömlum merg þuí
upphaf hennar má rekja til ársins 1971 er Garðar
Garðarsson setti á stofn lögfræðistofu í Keflauík. Hann
rak stofuna einn til ársins 1980 en þá gekk Uilhjálmur H. Vil-
hjálmsson inn í reksturinn.
Stofan er nú á tveimur stöðum, í Keflavík og í Reykjavík,
og eru átta lögmenn starfandi við hana. Fjölbreytt starfsemi
einkennir stofuna en mikil sérþekking er innan hennar á
veigamiklum sviðum íslensks atvinnulífs. Má þar nefna fjár-
málaviðskipti, sjávarútveg og stjórnsýslu.
„Lögfræðistofan Landslög, eins og hún er í dag, tók til
starfa þann 30. apríl 1999,“ segir Jóhannes K. Sveinsson
hrl. „Á stofndeginum yfirtók stofan rekstur tveggja lög-
mannsstofa, Lögmannsstofu Jóns Sveinssonar og Lög-
manna Garðars og Vilhjálms sem verið hafði í Keflavík. Fyrir
stofnun Landslaga höfðu stofurnar haft með sér nokkra
samvinnu bæði í húsnæðis- og starfsmannamálum."
Fjölbreytt en sérhæfð starfsemi
Ákveðin sérstaða stofunnar ræðst af því að vera rekin á
tveimur stöðum á landinu og gefur það óneitanlega mikla
breidd í starfsemina.
„Verkefnin eru mjög fjölbreytt enda eru viðskiptavinir
okkar allt frá einstaklingum til stórfyrirtækja, fjármálastofn-
ana, sveitarfélaga og stofnana rfkisins," segir Viðar Lúð-
víksson hdl. „Viðskiptavinir okkar njóta góðs af þekkingu lög-
manna sem sumir hafa tveggja til þriggja áratuga reynslu
af vinnu við ákveðna málaflokka."
Jóhannes Karl Sueinsson, hrl.,
framkuæmdastjóri Landslaga - lögfræðistofu.
I
t
62
mm