Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 100
VORIÐ ER KOMIÐ
Meistaravörur:
Fyrirhafnarlaus
og ódýr veisla
Við rákumst á þessar vörur á sýningu í Frakklandi og datt
í hug að það væri eitthvað íyrir önnum kafið fólk. Það er
afskaplega þægilegt að hafa möguleika á að draga fram
fullbúið veisluborð á nokkrum mínútum og ekki síst þegar
við bjóðum upp á að aka þvl á staðinn klukkustundu eða
tveim íyrir veisluna," segir Kristinn H. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Meistaravara.
sætt eða ósætt? Kristinn segir það vaxandi að fyrirtæki og
stofnanir vilji bjóða upp á smárétti á ráðstefnum, fundum og
við móttökur. í sumum tilvikum gerist þetta með skömmum
fyrirvara. „Þessar vörur eru franskar að uppruna og í mjög
háum gæðaflokki,“ segir Kristinn. „Þær koma frosnar á
bökkum sem svo eru einfaldlega settir á borð eins og þeir eru
eða réttunum raðað á aðra bakka eftir því sem fólk vill. Þær
þiðna á 1-2 klst. Það er þannig einfaldasta mál í heimi að slá
upp veislu þar sem blandað er saman ósætum smáréttum,
blinis með ýmsu áleggi, smásnittum og tartalettum og
gengur ýmist með kaffi, óáfengum drykkjum eða áfengi, s.s.
bjór eða léttvíni, allt eftir því sem við á.“
Litlar, sætar makkarónukökur eru skemmtileg viðbót og gott að
enda með þeim með kaffinu enda bráðna þær í munni og renna
Ijúflega niður.
100
Punklurinn yfir i-ið „í sætabrauðinu eru svo kökur
sem eru e.k. konfektkökur, t.d. Mirlitones, sem henta
bæði afskaplega vel á kaffihlaðborð og með freyðivíni,“
segir Kristinn. „Yið erum einnig með bakka sem við
köllum sinfóníubakka en á honum eru margs konar
konditorikökur með ijölbreyttum bragðtegundum -
þetta er glæsileg vara og algert sælgæti. Það er frábært
að bera þetta fram svolítið kalt, að frostið sé ekki alveg
farið úr kökunum."
Fyrst Olían Það er ekki bara þægilegt að nota frystu
vörurnar á veisluborðið heldur segir Kristinn þær vera
umtalsvert ódýrari en sambærilegar vörur sem búnar
eru til hér á landi. „Það munar ansi miklu á verði. Við
getum verið að tala um að verð á mann getur verið frá
u.þ.b. 300 kr. og fyrirhöfnin er nánast engin. Þetta er því
ekki bara gott og glæsilegt heldur einnig hentugt og hag-
kvæmt,“ segir hann. „Þessi viðbót er velkomin hjá okkur
og hefur tekist vel en meginsöluvara okkar er reyndar
ISIO-4 matarolían frá franska fyrirtækinu Lesieur. ISIO-4
er merkileg vara. Þetta er matarolía sem hefur verið sér-
staklega þróuð af visindamönnum með það í huga að upp-
fylla skilyrði næringarfræðinga um hollustueiginleika.
Þannig liggja t.d. fyrir viðurkenndar vísindarannsóknir
sem sýna m.a. fram á hversu góð áhrif neysla olíunnar
getur haft á kólesteról í blóði, húðina, taugafrumur og
almenna vellíðan. Islenskir neytendur hafa kunnað vel að
meta þessa kosti og er ISIO-4 nú orðin mest selda matar-
olían á íslenskum neytendamarkaði." BH