Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 31
STJORNUN JflCK WELCH ÞRJÚ LÖGMÁL UUELCH - Vertu óhræddtur] við breytingar. - Losaðu þig við íhaldsama stjórnendur. - Hættu að stjórna og gerðu þér far um að leiða hópinn. háskólaprófi frá Háskólanum í Massa- chussetts 1957 og doktorsprófi frá Illinois nokkrum árum síðar. Jack þessi Welch var nýlega hér á landi í boði Kaupþings og Baugs og ræddi hug- myndir sínar um fyrirtækjarekstur á Nordica hótel. Þar svaraði hann spurn- ingum aðstoðarmanns síns og utan úr sal. Hæfustu stjórnendurnir jack Welch fékk vinnu hjá GE að loknu háskólaprófi árið 1960 og var þar starfsmaður í 41 ár. Hann komst snemma í hóp aðstoðarfor- stjóra fyrirtækisins og varð yngsti forstjórinn árið 1981, þá aðeins 44 ára gamall. Hann var forstjóri fyrirtækisins í 20 ár og breytti GE úr gamaldags iðnaðarrisa í risastórt nútímalegt fyrirtæki með tilheyrandi hagnaði í ólgusjó nútíma viðskipta. A þessum tíma breyttist markaðsvirði GE úr 12 milljörðum dollara í 280 milljarða eða meira en hjá nokkru öðru fyrirtæki í öllum heiminum. Welch hafði gríðarleg áhrif á uppbyggingu GE, ekkert síður en atvinnustjórnun og stjórnunarfræði almennt í samtíð sinni. Hann einfaldaði t.a.m. stórlega yfir- byggingu fyrirtækisins og fækkaði dótturfyrirtækjum verulega. Þetta gerði hann auðvitað ekki hjálpar- laust. Löngum hefur verið sagt að allra hæfustu stjórnendur í heimi starfi hjá GE enda hefur árangur fyrirtækisins verið í samræmi við það. Hvernig stjórnunarstíl hafði hann? Stíl látleysis, kumpánleika, óformlegheita að sagt er. Welch hafði gaman af því að líta á GE sem nýlenduvöruverslun og ímynda sér að hann gæti brett upp ermar, sett á sig svuntuna og íarið í afgreiðsluna bak við búðarkassann. Hann hafði gríðarlegan áhuga á fólkinu og eyddi stórum hluta af tíma sínum í það. Allir gátu átt von á því að sjá hann birtast fyrirvaralaust, og fá hjá honum leiðbeiningar eða athuga- semdir. Þannig gerði hann sér far um að kynnast sem flestum starfs- mönnum, leyfa þeim að finna nær- veru sína, hitta viðskiptavini og fylgj- ast með því sem raunverulega var að gerast í fyrirtækinu. Hann þekkti þúsundir starfsmanna með nafni og allir, hvort sem það voru bílstjórar, verkamenn eða ritarar, kölluðu hann Jack. Hann gerði sér far um að vera heiðarlegur, viðhalda neistanum í starfinu, byggja upp traust og hrósa starfsmönnum, skapa ný tækifæri með því að endurskilgreina markaðshlutdeild fyrirtækisins, hafa samráð og byggja upp sjálfstraust starfsmanna með því að leyfa þeim að vera þeir sjálfir. Að Skrúfa frá krananum Það var þó ekki þrautalaust sem Welch komst á toppinn hjá GE og í rauninni leist honum ekkert á fýrirtækið fýrst efdr að hann byijaði þar, honum fannst það hafa mikla ókosti stórfýrirtækis. Honum fannst hann ekki metinn að verðleikum, hann móðgaðist af lágri launahækkun auk þess sem honum fannst þunglamalegt skriiræðið vera að kæfa sig og því sagði hann starfi sínu lausu effir eitt ár. Reuben Gutoff, ungur framkvæmdastjóri í fýrir- tækinu, taldi hann á að halda áfram störfum með þvi að lofast tíl þess að búa honum umhverfi smáfyrirtækis með alla kosti stóriýrirtækis, t.d. ijár- magni. Þetta áttí eftir að móta sýn Welch á fyrirtækjarekstur síðar á ævinni. Welch tók að blómstra og 12 árum síðar lýsti hann því yfir að lang- tímamarkmið hans væri að verða for- stjóri fýrirtækisins. Jack Welch hefur gríðarlega trú á einstaklinginn og takmarkalausa möguleika hans í sköpun og hug- myndaflæði. „Hugmyndaflæðið frá einstaklingnum er takmarkalaust. Það eina sem maður þarf að gera er að skrúfa frá krananum. Eg vil ekki nota hugtakið afköst. Þetta er spurn- ing um sköpun. Það er sú trú að sér- hver einstaklingur skipti máli.“ Fáir mótmæla því að Welch var kreljandi forstjóri sem vakti blendnar tilfinn- ingar meðal starfsmanna og til eru ótal sögur um samskipti hans við þá. Þannig átti einn af millistjórnendum fyrirtækisins eitt sinn að vera með kynningu fyrir Welch og var svo stressaður að hann skalf. Hann viður- kenndi fyrir Welch að konan sín hefði hótað að henda sér út ef hann myndi ekki bjarga sér í gegnum kynn- inguna. I lok vinnudagsins lét Welch senda tíu rósir og flösku af Dom Heilræði Jack Welch 1 HEIÐARLEIKI Segðu alltaf hlutina skýrt svo að allir viti hvar þú stendur. 2 ÓFORMLEIKI Óformlegt andrúmsloft á vinnustað, þar sem allir vita að þeir geta haft áhrif, styrkir samkeppnisstöðu fyrirtækisins. 3 ÁSTRÍÐA Sigurvegarar hafa einhvern eiginleika um- fram aðra þá er það ástríða fyrir því sem þeir gera. Góð fyrirtæki geta oft skapað þennan neista. 4 GLEÐI Reyndu að fá gleði úr starfi þínu og við- skiptum. Stjórnandi á að tryggja að starfs- mennirnir skemmti sér um leið og þeir auka afkastagetuna. 5 VIRÐIIMG Hældu starfsmönnum þegar þeir standa sig vel, hrós er þeim súrefni. Byggðu upp traust með kerfisbundnu frammistöðu- mati. 6 MARKAÐSHUGARÁSTAND Endurskilgreindu markaðshlutdeild fyrir- tækisins í brot af því sem það hefur á mett- uðum markaði og vertu viss, þá skapast ný tækifæri. 7 SAMRÁÐ Þú getur leyst flókin mál með því að eiga óformlegar viðræður við ólíka einstak- linga. 8 SJÁLFSTRAUST Það er stutt á milli hroka og sjálfstrausts. Fyrirtækið græðir á því að starfsmenn fyrir- tækisins séu opnir fyrir hugmyndum og það geta þeir gert með því að vera þeir sjálfir. Sjá pistil Eyþórs ívars Jónssonar um Jack Welch á www.heimur.is. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.