Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 50
Hugurinn getur hvílst í rólu eða farið á flug...
(HAG swing. Selj. E.G. Skrifstofubúnaður).
Gegnsæi í byggingu og starfsemi. Þegar fundir eru haldnir er það opin-
bert leyndarmál. (Nykredit bankinn Kaupmannahöfn. Eftir dönsku Arki-
tektastofuna Scmidt Hammer og Lassen).
raða eða bara leggja þau saman og setja út í horn. Hugsanlega
deilir fólk borði með öðrum sem koma og fara. Hver starfs-
maður hefur sinn vagn (caddie) þar sem hann geymir persónu-
lega hluti og gögn og getur rúllað með sér, fjölskyldumyndin
er ekki lengur á skrifborðinu heldur á tölvuskjánum.
Fjölbreytni er lyhilorðið í húsgögnum er fjölbreytni lykil-
orðið. Það á að vera auðvelt að breyta um stellingu, standa,
sitja, renna sér, jafnvel fá sér orkulúr í skrifborðsstóhium sem
er hægt að setja í lárétta stillingu. A sama tíma og einkarýmið
er minnkað er nauðsynlegt að auka sameiginlegt rými, lokuð
herbergi eru íyrir fundi, hvíld og þá vinnu sem krefst næðis.
Það sem sumir telja truflandi hávaða frá umhverfinu í opnu
vinnurými, er í nýrri hugsun kallað uppbyggilegt upplýsinga-
flæði sem gefur öllum tækifæri til að vera þátttakendur og íylgj-
ast með. Fjölbreytnin fæst ekki einungis í vinnustellingum
heldur er tilbreyting einnig fólgin í hönnuninni.
Formlegheit eru horfin í „nýju skrifstofunni“ eru öll formleg-
heit horfin. Það sem áður þóttu dónalegar stellingar kunna
núna að þykja í góðu lagi og meira að segja skynsamlegar, t.d.
að sitja öfúgt, sitja á stólarminum, setja fætur upp á borð, liggja
eða jafnvel sitja í rólu.
Þessi nýja hugsun í skipulagi skrifstofunnar er vandasöm í
framkvæmd og gerir miklar kröfur til hönnunar, sérstaklega á
opnu rými, svo að fólki líði vel. Hljóðdeyfandi plötur í loftum,
50