Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 60
FRÉTTASKÝRING IIVIPREGILO Bendlað við mútur Eins og fram hefur komið í íslenskum fjölmiðlum hefur Impregilo nokkrum sinnurn verið bendlað við mútur. í Lesótó í Afríku hefur verið fallið frá ákæru á hendur fyrir- tækinu fyrir meintar mútugreiðslur upp á 20 milljónir króna til að liðka til fyrir samn- ingagerð vegna stíflugerðar. í því máli var kanadískt verktakafyrirtæki dæmt til greiðslu sekta og hefur það áfrýjað dómnum. Alþjóðabankinn fjármagnar stíflu- gerðina og hefur hann strangar reglur um að fjármagna ekki verkefni sem bendluð eru við mútur. Ef slíkt sannast fara fyrirtækin á svartan lista hjá bankanum og detta út úr framkvæmdum. Áður hefur nafn Impregilo verið tengt við mútumál vegna stíflu- gerðar í Argentínu og Guatemala. í öllum tilvikum hefur fyrirtækið alfarið neitað sök. fyrirtækið er með. Impregilo verður með vinnubúðir við ganga- munnana þijá og munu þessar búðir hýsa 90-120 manns. A hveijum stað verður mötuneyti og öll helsta þjónusta. Við Kára- hnjúka verður svo einn stór kampur fyrir allt svæðið og mun hann rúma 600-700 manns. Þarna verður aðstaða fyrir stjórn- endur með Jjölskyldur og m.a. rekinn grunnskóli, klúbbhús, læknisþjónusta og fleira. Italirnir hafa lagt mikla vinnu í að kanna verð, td. bæði á nýjum og notuðum vinnuvélum og bílum hjá innlendum umboðum og notuðum tækjum hjá innlendum fyrirtækjum. Nýlega gerði fyrirtækið samning við ítalska fyrirtækið CGT og Heklu hf. um að kaupa 63 Caterpillar vinnuvélar og námutrukka að söluandvirði um 17 milljónir evra, eða um 1,5 milljarðar króna. Af því fær Hekla dágóðan skerf en ekki er vitað nákvæmlega hver sú upphæð er. Um er að ræða 23 námutrukka, 15 jarðýtur, 8 hjólaskóflur, 7 beltagröfur, 4 veg- hefla og 6 smærri tæki. Stærstu beltagröfurnar vega um 180 tonn í heildina. Stærstu trukkarnir vega um 100 tonn og bera 60 tonn hver á palli. Tækin koma til landsins á næstunni og mun Hekla sjá um að þjónusta tækin og selja varahluti og þar er kannski stærsta tekjulindin. Umfangsmiklum varahlutalager verður komið fyrir við Kárahnjúka. Þá hefur Impregilo samið við Esso um kaup á tugmilljónum lítra af gasolíu og smurolíu. Á færiböndum inn og Út göngin Ljóst er að ítalirnir munu flytja til landsins mikinn tjölda af alls kyns tækjum, bílum og öðrum vinnuvélum. Aður hafa verið nefndar borvélarnar sem Impregilo kemur með hingað til lands. Tvær þeirra eru glænýjar en ein kemur hingað beint úr endurnýjun og viðhaldi. Búast má við að til landsins verði fluttir alls kyns vörubílar, steypubílar, grúsbílar með palli, dráttarbflar fyrir þungaflutn- inga, viðhaldsbflar, jeppar og svo mætti lengi telja. Þessi tæki verða síðan ýmist seld að verkinu loknu eða flutt utan aftur og notuð á vegum fyrirtækisins í önnur verkefni eða sett í sölu í miðlunarfyrirtæki sem Impregilo á hlut í. Þeir sem til vinnu- bragða Italanna þekkja telja að þeir muni flylja talsvert af tækjum inn sjálfir - þannig hefur Fijáls verslun heimild fyrir því að þeir muni halda áfram viðskiptum sínum við Fiat-sam- steypuna og kaupa og flytja inn Astra vörubíla frá Ivego, sem framleiðir einfalda og ódýra bfla, einkum herbfla. Astra-vörubfl- arnir hafa ekki fengist hér á landi. Landsvirkjun byggir Kárahnjúkavirkjun, á hana og rekur og býður út alla verkþætti, en aðeins hefur verið samið um helming framkvæmdanna kostnaðarlega séð. Undirbúnings- framkvæmdir hafa átt sér stað við Kárahnjúka að undanförnu. Arnarfell hefur tekið að sér að bora tvenn göng, 800 metra löng hvor, fyrir Impregilo til að veita ánni úr farvegi sínum meðan stíflan er byggð. Þessari vinnu þarf að ljúka í sumar svo að hægt verði að byija á stíflunni í haust. Otrúlega flókið og viðamikið verk bíður. Sem dæmi má nefna að Impregilo hefur áætlanir um að mylja niður jarðefni í rétta kornastærð en fimm stærðir af kornum þarf í stífluna, um 2.000 rúmmetra að jafnaði á sólarhring. Italirnir munu brydda upp á ýmsum nýjungum við vinnuna. Þannig ætla þeir að nota færibönd til að flytja jarðefni frá borvélunum og út úr göngunum og þarf því ekki að aka vörubílum um göngin. Hins vegar eru uppi hugmyndir um að nota færibönd jafnhliða vörubílum við byggingu stíflunnar en það er ekki frágengið. Færiböndin eiga að draga úr slysahættu auk þess sem þau þykja umhverfisvænni. Harðir í samningaviðræðum Fufltrúar impregilo hafa átt í samstarfi og viðræðum við marga upp á síðkastið en fyrir- tækið hefur litla þjónustu keypt innanlands fram að þessu og fyrst og fremst látið höfuðstöðvarnar á Italíu sjá um vinnuna, t.d. við áætlana- og tilboðsgerð. Það orð hefur farið af Itöl- unum að þeir séu einstaklega harðir samningamenn og þykir Islendingum þarna koma í ljós menningarmunur milli þjóða Norður- og Suður-Evrópu. Italirnir sýna lítið spilin sín og eru firnaharðir prúttarar, heyrst hefur að þeir viðhafi ósvífin vinnubrögð og er ekki laust við að meðal viðmælenda Frjálsrar verslunar gæti gremju yfir því. Italirnir hafi farið víða og t.d. fengið fyrirtæki til að afla upplýsinga sem þau hafa og gert í trausti þess að til viðskipta komi, veitt upplýsingar um íslenskan vinnumarkað, vinnulöggjöf og kjarasamninga svo að nokkuð sé nefnt. Þeir hafa jafnvel fengið tilboð að utan með milligöngu íslenskra aðila en átt svo til að fara framhjá íslenska samstarfsfyrirtækinu og samið beint við erlenda fyrirtækið. Rétt er að taka fram að Frjáls verslun óskaði ítrekað eftir viðtali við forsvarsmenn Impregilo hér á landi við vinnslu þessarar greinar en án árangurs.líl 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.