Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 102
Öryggisbíll fyrir utan heimili.
Oryggismiðstöð íslands er framsækið
öryggisfyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á heildarlausnum í öryggis-
málum, hvort heldur sem er fyrir fyrirtæki
eða heimili. Fyrirtækið var stofnað 1995, sam-
einaðist Eldverk og Vörutækni árið 2001 og
hefur frá því verið meðal leiðandi fyrirtækja á
markaðnum hvað varðar vöruúrval, þjónustu
og vöruþróun. Starfsemi fyrirtækisins er fjöl-
þætt en gróflega má skipta henni upp í þrjá flokka: öryggis-
gæslu, öryggiskerfi og brunavarnir.
„Nú síðustu ár hefur innbrotum í fyrirtæki og heimili fiölgað
jafnt og þétt,“ segir Þórey Olafsdóttir, markaðsstjóri Öryggis-
miðstöðvar Islands. „Skipulögð innbrot í heimahús um
hábjartan dag eru nokkuð sem við verðum áþreifanlega vör við
nú á dögum og er þá í mörgum tílfellum búið að fylgjast með
húsnæðinu og fjölskyldunni svo dögum eða vikum skiptír. Ef
marka má tölur síðustu ára má gera ráð fyrir verulegri aukn-
ingu innbrota bæði í fyrirtæki og heimili á komandi sumar-
mánuðum. Fjölskyldur halda að heiman í lengri eða skemmri
tíma og það gefur innbrotsþjófum betra næði og meiri tíma til
að athalha sig, það er ef engar öryggisráðstafanir hafa verið
gerðar. Eins eru dæmi þess að fyrirtæki loki svo vikum skiptir
vegna sumarleyfa og því er hættan ekki síður fyrir hendi þar.“
Heimagæsla Að sögn Þóreyjar hefúr skilningur almennings
á mikilvægi heimagæslu aukist mjög, enda stafar flestum heim-
ilum hætta af innbrotum og eldsvoða. „Því er nú einu sinni
þannig varið að heimilin og börnin okkar eru það sem stendur
hjarta okkar næst og sem allt snýst um. Með heimagæslu
Öryggismiðstöðvar Islands getur fyilskyldan verndað triðhelgi
heimilisins og aukið öryggiskenndina tíl muna. Heimagæsla
dregur verulega úr líkum á innbrotum og það er mikils virði þvi
það að koma að heimili sínu í rúst
eftir innbrot eða að vakna við inn-
brot, eldsvoða eða annað er lifs-
reynsla sem fylgir fólki alla ævi og
verður aldrei bætt með neinum
tryggingum."
Heimagæsla er þráðlaust
öryggiskerfi fyrir heimili sem tengt
er við stjórnstöð Öryggismiðstöðv-
arinnar. Stjórnstöðin vaktar boð frá kerfinu og
sendir öryggisverði strax á vettvang ef boð um
hættuástand berast. Stjórnstöð, ásamt tölu-
borði og ýmsum skynjurum, er lánuð til við-
komandi og er það sett upp með tílliti tíl þess
hvað á að vakta hveiju sinni. „Stjórnstöðin
býður einnig upp á fleiri möguleika sem litíð
hafa verið notaðir hérlendis," segir Þórey, „en
hún getur stjórnað inni- og útiljósum, heimilis-
tækjum og haldið utan um textaskilaboð fyrir þann sem er á
leiðinni heim, ásamt ýmsu öðru. Aðeins er greitt mánaðarlegt
þjónustugjald og innifalið í því er öll útkallsþjónusta og reglulegt
viðhald kerfisins.“
Örygtji í fyrirtsekjum „Firmagæsla felur svo aftur í sér að sett
er upp öryggiskerfi í fyrirtæki þínu. Öryggiskerfið er tengt við
öryggismiðstöð okkar sem vaktar boð frá kerfinu. Öryggis-
verðir eru sendir strax á vettvang ef boð um hættuástand
berast Þú greiðir aðeins mánaðarlegt þjónustugjald og er Ijar-
gæsla og útkallsþjónusta vegna boða frá kerfinu innifalin í þjón-
ustugjaldinu.“
„Brunagæsla er ný lausn sem við erum að setja á markað um
þessar mundir og gaman er að nota tækifærið og segja frá,“
segir Þórey. „Þetta er svonefnd Brunagæsla, sem er brunavið-
vörunarkerfi fyrir fjölbýlishús. Við lánum stjórnstöð og reyk-
skynjara í sameign eftír þörfum og inn í íbúðirnar sé þess óskað
og gætum þannig að öryggi allra íbúanna í húsinu. Brunavið-
vörunarkerfið með öllum reykskynjurum er tengt öryggismið-
stöð okkar sem vaktar boð frá kerfinu alla daga, allan sólar-
hringinn, allt árið. Það tryggir að brugðist er við samkvæmt
skilgreindri viðbragðsáætlun um leið og boð berast. Hættan er
jú alltaf meiri á eldsvoða þegar margir deila saman sameign og
margar íbúðir eru í sama húsinu.“ 03
Öryggismiðstöð Islands:
Heimagæsla
verndar friðhelgi heimilisins
Alltofmikið er um innbrot
og því þörf á öruggri gœslu,
heima og heiman. Hvort
sem um er að ræða heimili
eða fyrirtæki sér Öryggis-
miðstöð Islands um gœsluna.
102