Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Side 102

Frjáls verslun - 01.04.2003, Side 102
Öryggisbíll fyrir utan heimili. Oryggismiðstöð íslands er framsækið öryggisfyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á heildarlausnum í öryggis- málum, hvort heldur sem er fyrir fyrirtæki eða heimili. Fyrirtækið var stofnað 1995, sam- einaðist Eldverk og Vörutækni árið 2001 og hefur frá því verið meðal leiðandi fyrirtækja á markaðnum hvað varðar vöruúrval, þjónustu og vöruþróun. Starfsemi fyrirtækisins er fjöl- þætt en gróflega má skipta henni upp í þrjá flokka: öryggis- gæslu, öryggiskerfi og brunavarnir. „Nú síðustu ár hefur innbrotum í fyrirtæki og heimili fiölgað jafnt og þétt,“ segir Þórey Olafsdóttir, markaðsstjóri Öryggis- miðstöðvar Islands. „Skipulögð innbrot í heimahús um hábjartan dag eru nokkuð sem við verðum áþreifanlega vör við nú á dögum og er þá í mörgum tílfellum búið að fylgjast með húsnæðinu og fjölskyldunni svo dögum eða vikum skiptír. Ef marka má tölur síðustu ára má gera ráð fyrir verulegri aukn- ingu innbrota bæði í fyrirtæki og heimili á komandi sumar- mánuðum. Fjölskyldur halda að heiman í lengri eða skemmri tíma og það gefur innbrotsþjófum betra næði og meiri tíma til að athalha sig, það er ef engar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar. Eins eru dæmi þess að fyrirtæki loki svo vikum skiptir vegna sumarleyfa og því er hættan ekki síður fyrir hendi þar.“ Heimagæsla Að sögn Þóreyjar hefúr skilningur almennings á mikilvægi heimagæslu aukist mjög, enda stafar flestum heim- ilum hætta af innbrotum og eldsvoða. „Því er nú einu sinni þannig varið að heimilin og börnin okkar eru það sem stendur hjarta okkar næst og sem allt snýst um. Með heimagæslu Öryggismiðstöðvar Islands getur fyilskyldan verndað triðhelgi heimilisins og aukið öryggiskenndina tíl muna. Heimagæsla dregur verulega úr líkum á innbrotum og það er mikils virði þvi það að koma að heimili sínu í rúst eftir innbrot eða að vakna við inn- brot, eldsvoða eða annað er lifs- reynsla sem fylgir fólki alla ævi og verður aldrei bætt með neinum tryggingum." Heimagæsla er þráðlaust öryggiskerfi fyrir heimili sem tengt er við stjórnstöð Öryggismiðstöðv- arinnar. Stjórnstöðin vaktar boð frá kerfinu og sendir öryggisverði strax á vettvang ef boð um hættuástand berast. Stjórnstöð, ásamt tölu- borði og ýmsum skynjurum, er lánuð til við- komandi og er það sett upp með tílliti tíl þess hvað á að vakta hveiju sinni. „Stjórnstöðin býður einnig upp á fleiri möguleika sem litíð hafa verið notaðir hérlendis," segir Þórey, „en hún getur stjórnað inni- og útiljósum, heimilis- tækjum og haldið utan um textaskilaboð fyrir þann sem er á leiðinni heim, ásamt ýmsu öðru. Aðeins er greitt mánaðarlegt þjónustugjald og innifalið í því er öll útkallsþjónusta og reglulegt viðhald kerfisins.“ Örygtji í fyrirtsekjum „Firmagæsla felur svo aftur í sér að sett er upp öryggiskerfi í fyrirtæki þínu. Öryggiskerfið er tengt við öryggismiðstöð okkar sem vaktar boð frá kerfinu. Öryggis- verðir eru sendir strax á vettvang ef boð um hættuástand berast Þú greiðir aðeins mánaðarlegt þjónustugjald og er Ijar- gæsla og útkallsþjónusta vegna boða frá kerfinu innifalin í þjón- ustugjaldinu.“ „Brunagæsla er ný lausn sem við erum að setja á markað um þessar mundir og gaman er að nota tækifærið og segja frá,“ segir Þórey. „Þetta er svonefnd Brunagæsla, sem er brunavið- vörunarkerfi fyrir fjölbýlishús. Við lánum stjórnstöð og reyk- skynjara í sameign eftír þörfum og inn í íbúðirnar sé þess óskað og gætum þannig að öryggi allra íbúanna í húsinu. Brunavið- vörunarkerfið með öllum reykskynjurum er tengt öryggismið- stöð okkar sem vaktar boð frá kerfinu alla daga, allan sólar- hringinn, allt árið. Það tryggir að brugðist er við samkvæmt skilgreindri viðbragðsáætlun um leið og boð berast. Hættan er jú alltaf meiri á eldsvoða þegar margir deila saman sameign og margar íbúðir eru í sama húsinu.“ 03 Öryggismiðstöð Islands: Heimagæsla verndar friðhelgi heimilisins Alltofmikið er um innbrot og því þörf á öruggri gœslu, heima og heiman. Hvort sem um er að ræða heimili eða fyrirtæki sér Öryggis- miðstöð Islands um gœsluna. 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.