Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 85
VORIÐ ER KOMIÐ
Handlagnir heimilisfeður:
Hótel bar
Sumum mönnum er það gefið að geta sífellt fengið nýjar
hugmyndir og vera alltaf að vinna eitthvað. Einn þeirra
er Þór Þórsson sem rekur Véla- og skipaþjónustuna
Framtak. Hann er hagur smiður auk þess að vera lærður
rennismiður og hefur bæði hús hans og sumarbústaður vakið
athygli iyrir það sem hann hefur gert.
„Eg hef mikið gaman af því að smíða og það að smíða úr
timbri er góð tilbreyting frá því að smíða úr járni,“ segir Þór.
„Eg á mér sumarbústað í Efstadal, rétt innan við Laugarvatn
og þar hef ég verið að dunda mér frá árinu 1990 við að smíða,
leggja hitaveitu, setja upp rafmagn og annað sem fylgir en ég
hef ekki notað eina einustu vinnuvél við þetta heldur hand-
grafið allt. Er að vísu orðinn svolítið latur við það núna en það
er nú líka búið að grafa allt sem þarf í bili held ég.“
Frumlegt fuglahús Þór langaði til að gera tilraun með það
hvernig fuglar hugsuðu og bjó til forláta fuglahús með
þremur inngöngum. Húsið er rennt úr stórum trjábol og
hanga litlir bjálkar við inngangana sem á er letrað: Hótel, bar
og Vogur. „Ég hef verið að fylgjast með aðsókninni og hef satt
að segja engan marktækan mun séð á því hvort um var að
ræða bar eða Vog,“ segir hann glettinn. „Reyndar er alls engin
aðsókn, því fuglarnir setjast í mesta lagi ofan á þakið og fara
svo. Sennilega eru þetta bara furðufúglar!"
og Vogur
Utla-Hraun og Giljagaur Fleira skondið hefur Þór unnið og
þar á meðal er geymslan. Hún er hlaðin úr torfi að ffaman og
er alveg eins og alvöru torfbær. Heitir reyndar Litla-Hraun en
nafnið kemur af hraunhleðslunni á hliðinni sem stendur upp
úr jörðinni. Gaflinn er úr timbri og þakið úr torfi og húsið er
grafið inn í barð.
„Ég veit nú ekki hvað byggingafulltrúi segir við þessu en
svo má ekki gleyma Giljagaur," bætir Þór við. „Bústaðurinn
heitir nefnilega Giljagaur en það kemur til af því að hann er
úti við gil og það er bévaður gauragangur þar - stöðugt verið
að smíða eitthvað!" SU
Hjólalíf:
Tími til að hugsa
Víða erlendis þykir það sjálfsagður ferðamáti í borgum að
nota hjól og má sjá allt frá smábörnum til virðulegra biss-
nessmanna hjóla. Hér á landi er þetta ekki jafii algengt og
má ef til vill kenna veðurlagi um að einhveiju leyti.
Einn þeirra sem notar hjól mikið er Oskar Dýrmundur
Olafsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Miðbergs í
Breiðholti. „Hjóireiðar sem slíkar eru bæði heilbrigður og
skemmtilegur samgöngumáti," segir Oskar. „Sögulega séð er
reiðhjólið, fyrir utan auðvitað fæturna, sá samgöngumáti sem
haldið hefur sér hvað best og útlit reiðhjólsins hefur haldist að
mestu óbreytt allt frá upphafi, á 18. öld. Ut ífá reiðhjólinu hafa
svo komið bæði bílar og flugvélar.“
Það að hjóla er orkusparandi ferðamáti og því hafa hjólreiðar
nokkuð færst í vöxt að undanförnu í samhengi við vaxandi
áhuga fólks á umhverfi sínu og því að vernda það fyrir
mengandi þáttum. Það er líka góð leið til að halda heilsunni í
lagi og nú er heilsurækt einnig í tísku. I því sambandi má geta
þess að fræga fólkið montar sig ekki aðeins af því að eiga hús í
mörgum borgum heldur lætur það fylgja með að það eigi reið-
hjól í svo og svo mörgum borgum!
Oskar Dýrmundur segir hjólreiðar ekki bara góðar fyrir lík-
amlega heilsu heldur andlega einnig. „Ég er í stjórnunarstöðu
og þarf oft að leysa flókin viðfangsefni auk þess sem ég fer á
milli funda. Ef ég fer hjólandi gengur mér mun betur að skipu-
leggja hugsanir mínar og leysa mál en ef ég fer í bíl. Ég mæli
hiklaust með þessari leið, sé á annað borð veður til þess.
Umferðin er oft á tíðum þung og stundum er ég líka mun fljót-
ari í ferðum en ella.“
Hvað með fatnaðinn og svitann? Hvað snertir fatnað, þ.m.t.
jakkaföt og virðulegri flikur, segir Oskar Dýrmundur vel hægt
að kaupa föt sem henta á fundum þó svo þau séu líka nothæf til
að hjóla í.
„Ég hef keypt mér teygjanlegar buxur sem eru um leið e.k.
jakkafatabuxur og það gengur ágætlega," segir hann. „Svo má
hafa með sér föt til skiptanna í tösku á bögglaberanum, rétt eins
og hægt er að taka með sér íþróttaföt. Ég er alltaf með fartölvu
með mér á bögglaberanum og lágmarksfatnað og nota svo
sundlaugarnar og likamsræktarstöðvar ef ég þarf að fara í
sturtu. Þetta er sem sagt minnsta mál! [ffl
85