Viðar - 01.01.1936, Síða 207
Viðar]
FRÉTTIR AF NEMENDUM
193
bíl í Reykjavík í vetur og sumar. — Hallgrímur Stefánsson og
Sveinn Stefánsson útskrifuðust úr íþróttaskólanum á Laugarvatni
í sumar, eftir vetrardvöl. — Sesselja Guðjónsdóttir er gift bílstjóra
á Stokkseyri. — Árdís Pálsdóttir var í Samvinnuskólanum í Rvík í
vetur. Hún var á matreiðslunámsskeiði á Laugarvatni í vor. —
Þorlákur Guðmundsson vinnur við Mjólkurbú Ölfusmanna. —
Sverrir Björnsson er heima við bústörf. Hann hefir fest sér konu.
— Bjami Pétursson er bíleigandi og ekill á Borðeyri. — Sigmund-
ur Björnsson er sta.rfsmaður við Kaupfélag Eyfirðinga. Hann leik-
ur við og við, lék m. a. Harald í Skugga-Sveini og starfar í ýmis-
konar félagsskap þar í höfuðstað Norðurlands. — Vilborg Björns-
dóttir er kaupakona í Laugardalshólum í sumar. — Auður Böðvars-
dóttir er ráðskona í Miðdal hjá Valtý mági sínum. — Guðrún Ól-
afsdóttir vinnur á veitingahúsi á Akranesi í sumar. — Páll Gunn-
arsson stýrir dragaldi í Grímsnesi í sumar. — Sigurður P.
Tryggvason var kaupa.maður á Hrauni í Ölfusi í sumar. — Þjóð-
björg Jóhannsdóttir var á matreiðslunámsskeiði hér í vor. — Frið-
rik Guðmundsson vinnur við gistihúsið á Laugarvatni í sumar. —
Friðrika Jóhannesdóttir vann á gistihúsi á Akureyri í fyrrasumar.
— Vilhjálmur Hjálmarsson vinnur að búi föður síns á Brekku.
Hefir dálítið fengizt við kennslu þar heima. — Jón Pétursson er
heima á Akureyri. Stundaði vegavinnu o. fl., t. d. fjárgeymslu
fram í Eyjafirði.
Svo fá eru pistilsins orð að þessu sinni. Þeirra er fremur getið,
sem sent hafa línu, en hinna, er láta ekkert um sig vita. Eins og
áður, er félaga einna getið, en úr þeim hópi hafa ýmsir helzt. Eru
þeir einir taldir félagar, er leysa út ársritið. Hinir eru strikaðir út
samkvæmt lögum félagsins, nema líkur séu til, að ritið sé endursent
af því, að heimijisfangi sé breytt. Þessvegna verða félagar að til-
kynna bústaðaskipti. Félagar munu nú vera um 370.
Látnir félagar.
Mwrgrét Jónsdóttir frá Gufunesi lézt vorið 1935 eftir stutta. legu.
Hún var fædd 4. apríl 1914. Hún var hér á skólanum veturinn
1929—1930. Margrét var lífsglöð stúlka og Jiugþekk þeim, er
kynntust henni.
Alexander Jónsson. 1 mannskaðaveðrinu, 14. desember síðastlið-
inn, hvarf annar af nemendum skólans skyndilega yfir á landið ó-
kunna. Það var Alexander Jónsson frá Akranesi. Hann druklmaði
ásamt föður sínum o. fl. einhversstaðar á Faxaflóa. Þeir voru í
fiskiróðri á vélbátnum Kjartani Ólafssyni. — Alexander var aðeins
17 ára (f. 7. ágúst 1918) og óráðið á hvaða. leið hann legði. Ef
13