Lindin - 01.01.1938, Side 13
L I N I) I N
11
aö allt vald er gefið á himni og jörð og ekkert fær
haggað. —
Þetla einstæða samfélag lesú og lærisveina hans —
kristin kirkja, hefir þann megin tilgang að vera lækn-
ing við meinsemdum lífsins manna og þjóða á meðal,
lækning við böli og synd, að gera menn að samverka-
raönnum Guðs og skapa Guðsríki á jörðu, svo vilji
Guðs verði á jörðu sem á himni.
Kirkjan er því eðli sínu samkvæmt almenn (katolsk);
ekki aðeins í þeim skilningi að henni sé ætlað að ná
til allra manna, heldur og inn á öll svið mannlegs
lífs, undantekningarlaust, og grípa vfir það allt með
sínum læknandi og lífgandi mætti.
En þetta vill gleymast. Fagnaðarerindið sjálft um
Guðsríki á öllum sviðum mannlegs lífs gleymist. Vís-
indi og ríkisvald er sett í hásætið. Á alla hluti er lit-
ið frá veraldlegu sjónarmiði einungis. Ríkisvaldið er
setl í slað almættisins og vísindin í slað alvizkunnar.
Það liggur við að beðið sé afsökunar á að kirkjan
skuli vera til og að hún verði að lifa á bónbjörgum
um að fá að lifa í friði. Tilveruréttur hennar á að
vera sá einn að strá glitrandi ögnum hugsjóna —
auðvitað kristilegra, vísindalegra og háleitra hugsjóna
innan um allt moldviðri veraldarhyggjunnar, með
þeim árangri að þessar fögru hugsjónir falla dauðar
til jarðar, og hið almáttuga ríkisvald og hin alvitru
vísindi eru á góðum vegi með að leggja alla sanna
menningu í rúst. Vegna hvers? Vegna þess, að krist-
indómurinn, kirkjan, þetta einstæða samfélag, eru
ekki hugsjónir manna, en nýsköpun Guðs, veruleiki,
sem ekki verður brotinn á hak aftur, en sem allar
öldur hrotna á, eins og kletti í hafinu. Það er engin
ástæða fyrir kirkjuna að vera lítilþæg og hikandi og
hiðja friðar og griða. Hún á að hefjast lianda og
heimta aftur það áhrifavald á ölium sviðum mann-